Ég er á því að það séu engin lýsingarorð til sem geta lýst því hversu frábær Stokkhólmur er á laugardegi í sólinni... svo ég ákvað að taka bara myndir einn dag og sýna ykkur hvað laugardagar í Stokkhólmi eru mikil snilld :-)

Morgunkaffi í rólegheitum. Ég vaknaði með garnagaul svo ég skellti eggjum og lífrænu beikoni á pönnuna og bjó til ávaxtasalat. Yndislegt!

Espressino - besta kaffi í Stokkhólmi. Og það er í götunni minni!

Við fórum á kynningu á framtíð Slussen. Vorum alveg að kaupa skipulagstillöguna sem var valin.

Kungsträdgården


Síðasti séns á kirsuberjatrjám í blóma.

Hádegismaturinn minn var frábær smoothie frá Blueberry Lifestyle. Jarðaber, kókos, kókosvatn, hnetusmjör, banani og prótín. Mmmm...

Einar fékk sér burger

Hjólatúr heim á sniðugu leiguhjólunum.

Steik

Kvöldmatur undirbúinn

Hvítvín á svölunum

Grill um kvöldið. Í forrétt var hvítur aspas með dragon, smjöri og rauðlauk.

Komnir af grillinu

Elín og Númi

Mmmmmmm!

Frábær endir á frábærum degi.
Recent Comments