My Photo

Contact

  • Email Address:
  • Location: Sweden

One-Line Bio

Stokkhólmari, svartur túlipani, jafnaðarkona, kærasta, systir, spakó kona, dóttir og græningi.

Biography

Ég er sem sagt Margrét. Tuttugu og fjögurra ára gömul stúlka, búsett í miðborg Stokkhólms ásamt kærastanum mínum.

Hingað til hefur mér tekist að skipta svo oft um skoðun á því "hvað ég vil verða þegar ég verð stór" að ég er hætt að hafa tölu á því. Núna held ég að þetta sé loksins komið og les ég umhverfisfræði við Stokkhólmar háskóla.

Ég er bjartsýn og jákvæð að eðlisfari en líka ákveðin og yfirleitt sjálfri mér samkvæm. Með árunum hef ég komist að því að ég er nokkuð góð í að takast á við erfiðar aðstæður og ætli það sé ekki minn helsti kostur, lífið er jú fullt af þeim.

Ég hef brennandi áhuga á hollum og grænum lifnaðarháttum. Með þessu er ég ekki að segja að ég endurvinni allt (þó svo að ég sé alltaf að bæta mig) né að ég borði aldrei neitt sem er óhollt eða ólífrænt. Ég reyni að fara gullna meðalveginn - en hef engu að síður óbilandi áhuga á þessu öllu og get lesið mér til endalaust.

Interests

yoga, make up, heilbrigði, hlaup, útivist, hönnun, arkitektúr, matargerð, snyrtivörur, umhverfisvernd, kvikmyndir, líkamsrækt, pólitík, föt, ferðalög og tónlist.