Ég er alveg að klúðra áramótaheitunum. Ég setti ekki inn neina uppskrift í síðustu viku og er byrjuð að snooza. Ég ætla reyndar að redda því með að setja inn tvær í þessari viku og hætta bara aftur að snooza. Síðast vika var reyndar einum of buzy, bæði var ég í prófi og svo var Serrano að opna stað númer tvö hér í Svíþjóð. Þar fyrir utan kom Emil í opnunina og við vorum bara grand á því og fórum út að borða bæði föstudags og laugardagskvöld. Aumingja Emil fékk ekkert að njóta eldhúshæfileika minna... fyrir utan pönnukökur í morgunmat á sunnudeginum. Sem betur fór slógu veitingastaðirnir í gegn, við Einar erum á ágætis rönni akkúrat núna þegar að það kemur að veitingastöðum.
En uppskrift dagsins er Sobu Núðlu Salat sem er að megninu til fengið úr uppáhalds matarblaðinu mínu, Clean Eating. Í þessu blaði eru bara ALVÖRU hollustu uppskriftir, enginn sykur, ekkert ger, ekkert drasl. Eini gallinn við þetta blað er að það er ýmislegt í því sem að eingöngu fæst í US of A. Eins og t.d. Stevia sem ég þarf að panta af netinu.
Þetta blað er algjör snilld fyrir þá sem að vilja passa hvað þeir borða án þess að vera svangir og í vondu skapi. Ég er líka ánægð með að það er ekki bara lögð áhersla á að maturinn sé "ekki fitandi" heldur að hann sé hollur, ódýr, fjölskylduvænn, fagur, góður osfrv. Ég hvet alla til að prófa þessa uppskrift, hún er æðisleg!
Sobu Núðlu Salat með Tofu
Einn pakki sobu núðlur (bóghveiti), soðnar samkvæmt leiðbeiningum og kældar.
Einn pakki Tofu, marinerað í tamarin, engifer og hvítlauk. Marineringin þarf að vera á tofúinu í amk 20 mín.
1 bolli rifnar gulrætur
1 bolli rifið brokkolí
1 bolli ferskar og fallegar baunaspríru
1/4 bolli saxaður ferskur kóríander
Dressing:
3 msk tamarin sósa eða önnur saltlítil soyasósa
2 msk edik. Hrísgrjóna, hvítt balsamik, epla... bara það sem þér þykir best.
1 msk ferskt engifer, rifið smátt
1 tsk agave síróp
2 tsk sesam olía
1/2 tsk sesamfræ... eða bara eins og þig langar (ég set meira)
Tofúið er létt ristað á pönnu, þarf í raunninni bara að hitna í gegn. Á meðan eru gulræturnar hreinsaðar og rifnar/saxaðar. Sama er gert við brokkólíið. Hér gildir að hafa þetta smátt skorið. Ég hef sett þetta í hlunkabitum í skálina sem að fylgir með töfrasprotanum og sett á stað í smá tíma (matvinnsluvél dugir að sjálfsögðu líka). Þegar búið er að sjóða núðlurnar eru þær settar í stóra skál ásamt tofu, gulrótum, brokkóli, kóríander og sprírum. Þetta er blandað og svo er sesamfræjunum stráð úr á. Öllum innihaldsefnum sósunnar er hrært saman í aðra skál og svo u.þ.b. helmingnum af henni hellt út á núðlurnar. Restin af sósunni er svo borin fram með núðlunum on the side.
Þetta er snilldar máltíð. Holl og létt og tekur í alvöru jafn langan tíma og það tekur að sjóða núðlurnar. Að þurfa ekki að elda grænmetið er auðvitað bara snilld en þess vegna þarf að hafa það smátt skorið. Auk þess er þetta unaðslegt í nesti daginn eftir og þarf ekki einu sinni að hita upp!
Verði ykkur að góðu!
Hér leyfði ég nokkrum brokkólíbitum að vera stærri en hinum, svona upp á lúkkið sko.
Recent Comments