Ég er ennþá pínu slöpp. Með smá hellur og slatta af hori. En þar kemur Klenex og nefsprey að góðum notum...
Þrátt fyrir þessa vor/Madridar flensu ætlum við Einar í Eurovision partí í kvöld. Við ætlum að hittast nokkur hjá vinum okkar sem eru (að ég held) bestu gestgjafar í Stokkhólmi. Þar ætlum við að grilla og svo að syngja með öllum Eurovison lögunum. Svona Eurovision partí eru bara lögleg í Svíþjóð og á Íslandi. Ég ætla að grilla tofu í fyrsta skipti, vaknaði eld snemma í morgun til að skella "kjötinu" í mareneringu. Æjilega fínt! Mér er alveg sama hvaða land vinnur svo lengi sem að það verður Svíþjóð eða Ísland.
----------
Ég fór á Änglar ock demonar í gær. Mér fannst þetta stórkostleg mynd. Ég er ein af þessum fáu sem ekki hafa lesið bókina og var ég því að tryllast úr spenningi alla myndina og nagaði eina nögl í klessu. Þetta er s.s. í fyrsta skipti sem að ég fer á hasar/spennu mynd hér í Svíþjóð og men.. ég var búin að gleyma því hvað þetta er skemmtilegt (ég er samt ekki viss um að hippanum við hliðina á mér hafi þótt ég skemmtileg). Svo setti það punktinn yfir i-ið hvað ég "vissi" mikið í myndinni eftir 17 einingar í listfræði á háskólastigi. Fannst ég ýkt klár þegar ég fattaði eitthvað á undan Robert Langdon!!
ps: all margir hafa kvartað undan því að ekki sé hægt að kommenta á síðuna hjá mér... það virðist ekkert vera að svo bara keep on trying og ef að hinir geta það þá getið þið það líka... Koma svo :-)
sko! Ekkert mál. Ég lofa að þetta er ekki bilað :-) Bara muna að setja inn email þá er þetta ekkert mál... Og ekki velja preview heldur post (hint hint EMK og SAF).
Posted by: Margrét Rós | 16 maí 2009 at 15:31
Þá prófa ég aftur :-)
Velkomin heim Margrét og til hamingju með sigurinn hjá Jóhönnu Guðrúnu"þetta er ekkert nema sigur"
Æðislegur dagur í gær á Íslandi : geggjað veður,2.sætið í Eurovision og rúsínan í pylsuendanum, ManUtd meistari !!!!
Láttu þér batna mín kæra og ég hlakka til að sjá þig.
love pabbi
Posted by: Sigurjón A. Friðjónsson | 17 maí 2009 at 12:12
Á þessum bæ er öllum sama um fótbolta pabbi minn.
Ég hlakka ekkert smá til að sjá þig! Hvenær eigum við fyrsta hádegisdeitið?
Posted by: Margrét Rós | 17 maí 2009 at 12:51
Hvaða hádegi sem er,mín kæra. Eigum við ekki að byrja á laugardeginum 23. maí ?
Hvert fór annars áhuginn fyrir fótboltanum ?? :-)
Posted by: Sigurjón A. Friðjónsson | 18 maí 2009 at 11:36
Hlakka til að sjá þig Margrét mín. Það er geggjað veður í Reykjavík :)
Posted by: Anna Dröfn | 18 maí 2009 at 13:30
Vonandi ferð þú að ná þér upp úr þessari flensu og kannski að skrifa um eitthvað skemmtilegt :-) :-) :-) og setja inn myndir !!! :-)
Love you.....pabbi :-)
Posted by: Sigurjón A. Friðjónsson | 04 júní 2009 at 11:08