Ef að þú ert í hljómsveit og langar að halda góða tónleika þá ættir þú að drífa þig á Green Day.
Þar lærir þú meðal annars þetta:
1. Semdu og spilaður fáránlega góð lög.
2. Vertu góður að syngja eða vertu með álíka góðan söngvara og Billie Joe Armstrong.
3. Taktu að minnsta kosti 5 manns upp á svið og leyfðu þeim að syngja í míkrafóninn.
4. Klæddu þig í kvennmannsnærföt yfir þín föt.
5. Notaðu svartan eyeliner.
6. Sprautaðu úr vatnsbyssu yfir crowdið.
7. Og vertu líka með klósettpappírbyssu svona til vonar og vara og hentu klósettpappír líka yfir allt liðið.
8. Fáðu krakkana sem sungu uppi á sviði í crowd surfing.
9. Gefðu boli, marga boli.
10. Syngdu "say ayo" og láttu skarann herma eftir þér.
11. Syndu öll góðu lögin þín.
12. Vertu á fullu allan tímann.
13. Ef þú ert trommarinn í bandinu hentu þá kjuðunum upp í loft eftir hvert lag.
14. Þakkaðu fólkinu í salnum aftur og aftur.
15. Hrósaðu borginni í hástert og nefndu það líka að jafnvel ætla að taka upp næstu plötu "hér".
16. Gerðu óspart grín af sjálfum þér og hinum í hljómsveitinni.
17. Gleymdu því samt aldrei að þetta snýst fyrst og fremst um tónlistina.
Þetta eru bara svona nokkur atriði sem að gerðu tónleika Green Day að einum bestu tónleikum sem að ég hef farið á. Þeir voru algjör snilld!!! Þvílíkt show og þvílíkir skemmtikraftar! Að fylla Globen og ná að halda stemmningunni í hámarki allan tímann (næstum þrjá tíma) er ekki á færi hvaða hljómsveitar sem er.
Snillingar!
Posted by: Einar Örn | 14 október 2009 at 13:41