Ég er búin að vera í semí sukki síðan í Indónesíu. Það eru sko kominn einn og hálfur mánuður síðan við komum heim. Síðan þá erum við reyndar búin að vera í bæði BNA og á Íslandi með tilheyrandi sukki...
En málið er samt að það eru komnar 3 vikur síðan við öðluðumst eðlilegt líf aftur hér á Götgötunni en ég bara virðist ekki vera að hrökkva í gírinn. Nammi skápurinn er bara búinn að vera að öskra á mig upp á dag! Kannski ekki beint skrítið þar sem að ég á kærasta sem að hamstrar nammi. Einari finnst ekkert erfitt að kaupa nammi og GEYMA það til betri tíma... segjum föstudagskvöld. Ég aftur á móti kann ekki svona. Kannski ekkert skrítið þar sem að við eigum allt þetta hér!!
N.b. þetta er sko ógeðslega mikið!! Ofan í þessum kassa er ég búin að troða öllu (næstum öllu allavega) namminu svo að það sé pínu meira effort að komast í þetta. (Klósettpappírinn og kampavínsglös í sömu hillu... er það ekki þannig líka hjá ykkur?)
Ég kom líka með þá hugmynd um daginn að setja allt nammið niður í geymslu. Ég er nefninlega pínu hrædd við geymsluna okkar. Kjallarar í 150 ára gömlum húsum eru ekki vænlegir til vinnings fyrir myrkfælna! Og ef ég myndi stelast niður myndi ég hvort sem er brenna því öllu á leiðinni upp aftur.
En allavega. Mér líður svona eins og ég sé aðeins að detta í gírinn aftur, ekki seinna vænna þar sem að það eru amk 3 sumarleyfiskíló á mér í október... inte bra! Í tilefni af því að ég er í gírnum ákvað ég að skella í bæði prótínbari og bananamuffins í kvöld. Svona til að eiga í frystinum sem seinniparts snarl. Mér finnst nefninlega ekki hægt að taka ávexti með sér í skólann sem seinniparts snarl, þeir eru bara volgir og vondir klukkan þrjú. Það er aftur á móti ekki hægt að segja um muffin/prótínbar sem er búin að vera allan morguninn að þiðna í töskunni og er fullkomin/nn með nýlöguðu kaffi yfir bókunum!
Það eru tvær síður sem að mér finnst alltaf frábært að lesa þegar ég þarf smá inspiration hvað varðar hollar uppskrifti. Síðan hennar Sollu og CafeSigrún (ég bakaði einmitt muffinskökurnar af síðunni hennar Sigrúnar, mæli með þeim). Í dag rakst ég svo á aðra síðu sem að Klara vinkona mín benti mér á en það er bloggið hjá henni Elínu Helgu, frábært blogg með einföldum uppskriftum og miklum innblæstri. Þaðan fékk ég uppskriftina af prótínbörunum. Breytti henni reyndar pínu en þetta kom rosa vel út.
Einu sinni fór ég í nammibindindi í marga mánuði, minnir að það hafi alveg verið heilir þrír... núna ætla ég ekki að gera það en er ennþá að íhuga að færa kassann góða niður í geymslu.
Ég myndi öfunda ykkur ef ég hefði ekki búið í Stokkhólmi í mörg ár, kannski ekki Stokkhólmi beint heldur Jakobsberg, en ég vann í Stokkhólmi. Svo er ég á leið til Stokkhólms í næsta mánuði í tveggja vikna frí :o)
Posted by: anna | 08 október 2009 at 03:14
Ein spurning:
Af hverju Margrét Rós? Ég á nefnilega dótturdóttur sem heitir Margrét Rós Ægisdóttir, dóttir Ragnhildar Kr. og Ægis Oddgeirssonar
Posted by: anna | 08 október 2009 at 03:16
Já Stokkhólmur er alveg frábær, ég verð meira og meira hrifin af borginni með hverjum deginum sem líður.
En ég heiti Margrét í höfuðið á móðurömmu minni og mömmu og pabba fannst bara Rós fallegt.
Posted by: Margrét Rós | 08 október 2009 at 18:04
prufa
Posted by: Margrét Rós | 08 október 2009 at 19:26