Það eru (voru) pälsängrar í skápunum hjá mér. Þeir eru alveg frábærlega skemmtilegt!! Síðan mamma og Jón Jökull fóru er ég s.s. búin að tæma alla fataskápa á heimilinu. Hluti af fötunum á að frysta (þau sem þola ekki 60°þvott) og hinn hlutann á að þvo á 60°og setja svo í þurrkarann eða þurrkskápinn. Þetta verkefni er ekki beint lítið! Þeir sem þekkja mig vita að ég á slatta af fötum og þar af er svona 60% úr ull sem þýðir að pälsängrarna elska þá hluti og að þá má ekki þvo. Jibbý!! Meindýraeyðirinn ráðlagði mér að henda bara öllu úr ull... einmitt. Hann hefur greinilega aldrei komið inn í útibú Spaksmannsspjara í Svíþjóð (sem er s.s. fataskápurinn minn) :-)
Eins og er erum við búin að sótthreinsa svefnherbergið, ryksuga allt og skrúbba skápa með ajax að innan (og já... ég keypti s.s. ajax í fyrsta skipti í Svíþjóð. Ég treysti ekki umhverfisvænu þrifefnunum í þetta skítadjobb). En gangurinn er enn yfirfullur af fötum sem bíða eftir að þeirra tími komi í frystinum. Þegar allt er orðið frosið og fínt verður loksins hægt að labba um ganginn aftur.
En í þessu veseni öllu er ég buin að komast að því að ég á ALLT OF MIKIÐ af (ljótum) fötum. Allt þetta drasl út Zöru og öðrum álíka búðum nota ég aldrei. Til hvers að láta þetta taka pláss í skápunum? Ég ætla beinustu leið með þetta í rauða krossinn þegar ég er búin að frysta þetta. Föt sem að eru ekki úr gæða efnum og þú ert ekki búin að nota síðustu sex mánuði hafa ekkert erindi í skápnum manns. Það er alveg örugglega eitthvað fólk þarna úti sem að vill nota þetta!
Í dag ætlum við skötuhjú að fara í smá húsgagnaleiðangur í Ikea og þá ætla ég að kaupa plast fatapoka sem að ég mun héðan í frá geyma eitthvað af fallega dótinu mínu í... svona just in case.
Annað ráð sem ég er búin að komast að er að pöddur eru víst ekki mikið fyrir lavander lykt né lyktina af þurrkuðum appelsínuberki. Svo að nú angar heimilið af lavander (sem ég elska) og ég er í því að þurrka appelsínubörk.
En mér til mikillar gleði uppgötvaði ég Bo Kasper Orkester aftur í gær, ég er ekki búin að hlusta á þá síðan ég bjó með ma og pa í Veghúsum (hmm... 6 ár?). Þeir eru svo sannarlega að létta mér lítið, sænskur jazz á fullu blússi, gúmmihanskar, ryksuga og eintóm hamingja!
Úff gangi þér vel í stríðinu við pöddurnar Margrét mín! Finn til með Spakó fötunum þínum.
Posted by: Klara | 31 október 2009 at 12:20
ÓMÆ ÓMÆ þetta eru rosalegar fréttir!
Gangi þér vel með þetta alltsaman... og ég get staðfest að magnið af fötunum er jaw-dropping!!
Posted by: Erna | 31 október 2009 at 13:05
Já þetta er viðbjóður.
Við erum búin að vera á fullu síðan á fimmtudaginn að þrífa, frysta og brjóta saman og samt er heimilið eins og það hafi orðið kjarnorkusprengja hérna inni.... og ég sem að þarf svo að fara að læra!
Posted by: Margrét Rós | 01 nóvember 2009 at 11:22