Þegar ég klára próf þá leyfi ég mér yfirleitt að slaka svolítið á þann daginn. Og í dag þegar ég kláraði efnafræðiprófið (sem að ég bæ the way harð neitaði að fara í í morgun... en ég á svo frábæran kærasta að ég drullaði mér) þá átti ég Grey's Anatomy þátt sem að ég var búin að spara mér. Þvílík snilld! Ég elska Grey's Anatomy og hálf vorkenni öllum sem að fylgjast ekki með þessari epísku snilld. Og já prófið gekk ágætlega... við vonum það allavega.
Eftir Grey's snilldina fór ég svo í ræktina til hennar Lindu. Ég ákvað nefninlega að splæsa á mig smá einkaþjálfun svona til að koma mér á sporið aftur. Og talandi um að vera tekin í gegn. Ég er ekki viss um að ég eigi eftir að geta gengið á morgun!
Síðan þá er ég búin að vera að lesa eðlisfræði með öðru auganu og horfa á So You Think You Can Dance, shit hvað þeir þættir eru líka mikil snilld! Í kvöld er það svo lærdómur og svo ætlum við nokkrar stelpur að skála fyrir Höllu vinkonu, hún er komin í 9 laga úrslit með lagið sitt "How". Hér í Svíþjóð er undankeppni Eurovison kölluð Melodifestivalen og er ekkert grín!! Ekkert upptökustúdíó hjá RÚV heldur Globen, já góðan daginn. "How" er s.s. eitt af 9 lögunum sem að eiga mökuleika á að komast áfram í ár í gegnum netkostningu (af hundraðogeitthvað sem að byrjuðu). Ég er þokkalega farin að hlakka til að mæta í bol með risastóru H-i framan á (og svo verða hinar stelpurnar í ALLA) í Globen í vetur! Heja Halla!!
Svo að já... það var gott að klára þetta próf og nokkuð þægilegt að það séu ennþá 16 dagar í næsta!
a) Til lukku með að vera búin með prófið
b) Ég er að fíla lagið hennar Höllu og óska henni góðs gengis. Get ég e-ð gert til að hjálpa eða geta bara sænskir kosið?
c)Er sjálf að klára ógeðs-viku og veit varla hvað ég heiti. Það skiptir engu máli þar sem ég fer til Berlínar á morgun og get þá bara kallað mig hvað sem er. Hverjum er ekki sama. Greta er t.d. bara ágætt.
Kram á þig.
Posted by: Anna D | 05 nóvember 2009 at 19:54
a) takk
b) Sænsk númer geta bara kosið. Bara um að gera að krossa putta!
c) Ógeðisvikur eru ógeð... nema þegar að maður fær Berlínarferð í verðlaun! Ég elska Berlín!! Er EMK búin að segja þér hvað þú átt að borða og sjá eða viltu að ég sendi þér smá lista? Til hamingju með Stíg Greta mín (á mánudaginn), góða ferð og góða skemmtun!
Posted by: Margrét Rós | 06 nóvember 2009 at 09:14
Ég fíla Greta!
Posted by: Eva María | 06 nóvember 2009 at 11:32
Gaman gaman!
Ég elska So you think you can dance!
Posted by: Sesselja | 07 nóvember 2009 at 23:23
Hver er svona MEGA SEGA sæt á heilsíðu í Séð og heyrt, essasúúúú??? :Þ
Knús sætasta mín!!!
S.
Posted by: Sirrý | 10 nóvember 2009 at 09:30