Já ég er í átaki. Átaki í að vera góð við líkamann minn, gefa honum eins mikinn hollan og góðan mat að borða og ég get. Í þessum skrifuðu orðum er ég að drekka fáránlega góðan föstudagsþeyting.
- Mjúkt tofu
- lífrænt hrátt kakó
- hörfræ
- banani
- 1 rúm teskeið af lífrænu og djúsí hnetusmjöri
- 1 rúm teskeið af hráu og lífrænu hunangi.
Þetta er eins og ís á bragðið... súkkulaði, hnetu og bananaís! Ég er viss um að það er til þannig bragð frá Ben and Jerry's. Mmmm....
Skál!!
ps: Eva María er að lenda á Arlanda any moment now. Ég heinlega get ekki beðið eftir að upplifa Stokkhólm með henni!
Comments