Þegar ég og Gerður fórum í heimsókn til Evu Margrétar í Noregi árið 2005 sá ég þessa mynd í fyrsta skipti.
Þegar mamma var í heimsókn horfði ég aftur á hana með múttu og Einari. Þessi mynd er snilld. Ég held að ég hafi farið þrisvar sinnum að gráta. Það er reyndar ekki alltaf merki um gæði myndar en í þessu tilfelli er það svo. Einari fanst hún líka góð þrátt fyrir að hafa ekki þurft á vasaklút að halda. Hún er falleg, átakanleg og frábærlega vel leikin. Ekki skemmir fyrir hvað tónlistin er frábær!
Lagið hér fyrir neðan er æði!
Og já.. þetta er Mikael Blomkvist :-)
Comments