Síðustu vikur, eiginlega alveg frá því að Eva María fór aftur heim til Íslands, hef ég ekki mikið gert annað en að læra, læra, læra, fara í ræktina og vinna pínulítið.
Ég hef nú lokið tveimur af þremur jólaprófum og þessi tvö hingað til hafa gengið alveg hreint glimrandi, búin að fá einkun úr öðru því til sönnunar. Ég held ég hafi sjaldan verið jafn lítið stressuð eins og í þessum prófum. Ég er alveg stressuð korteri í próf en ég hef ekki enn lært eftir klukkan 23 sem að hlýtur að vera met þegar ég á í hlut. Um miðjan janúar fer ég svo í tvö önnur próf og þá er þessi önn búin. Ég trúi því að hann Einar hafi mikið með þetta stressleysi að gera.
Ef ég á að lísa háskólaferli mínum hér í Svíþjóð með einu orði myndi ég velja orðið kæruleysi. Guð minn góður hvað ég var allt of chilluð í september og október... það beit mig í rassinn (kæruleysið) í stærðfræðiprófinu fyrir nokkrum vikum og síðan þá er ég algjörlega búin að snúa við blaðinu. Ég held að þetta kæruleysi mitt megi einfaldlega rekja til þess að sænskan var að hægja á mér. Ég var svo miklu lengur að lesa fyrir tíma en ég reiknaði með og skildi ekki alltaf allt sem að kennarinn sagði í fyrirlestrum. Þetta gerir það ósjálfrátt að verkum að maður nær ekki að keep up og þá sló ég þessu bara upp í kæruleysi.
Í gær komst ég svo að því að ég er fáránlega góð í sænsku! Í alvöru sko. Ég tók líffræði próf og gat svarað þremur ritgerðarspurningum á barasta fínni sænsku með afskaplega lítið af enskuslettum. Svo að nú er þessi afsökun fyrir kæruleysinu fokin út í veður og vind og héðan í frá mun ég massa þetta!
Í síðustu viku uppgötvaði ég líka hina sænsku bókhlöðu. Þvílík snilld! Engar tölvur, engar bækur bara fullt af fólki að læra like crazy. Opnunartíminn er líka langur og góður og ræktin er í næsta húsi. Já þetta er bara nánast of fullkomið og ég líka búin að vera þvílíkt dugleg síðan ég uppgötvaði þessa snilld!
-----
Um helgina ætla ég nú samt að taka því temmilega rólega, í kvöld ætla ég að gera falafel og horfa á úrslitin í Idolinu með öðru auganu og á sunnudagskvöldið erum við að fara á jólahlaðborð. Spennandi að sjá hvað þykir jólahlaðborðsmatur hér í Svíþjóð. Þess á milli mun ég grúfa mig í eðlisfræðisbækurnar... þó svo mér finnist það ekkert sérstaklega áhugavert eins og er þá veit ég að þetta er lykillinn að því að bjarga jörðinni svo ég læt mig hafa það!
Dugleg ! :) hlakka til að sjá þig á íslandinu góða... þegar þú ert spurð hvaðan þú sért byrjaru þá einhverrntíman að syngja... ég á heima á íslandi íslandi íslandi ég á heima á íslandi íslandinu góða! ??
Posted by: Katrín Eyjólfs | 11 desember 2009 at 17:34
Jeiiii, ný færsla. Þú ert duglegust. Væru til í svona bókhlöðu hingað til lands, þessi íslenska er eiginlega bara glataður lærdómsstaður í prófatíð.
Posted by: Klara | 11 desember 2009 at 17:39
Já ég er alltaf syngjandi þetta :-)
Klara mín, ég skal taka frá fyrir þig borð ef þú vilt einhverntíma koma og læra hér úti.
Posted by: Margrét Rós | 12 desember 2009 at 13:42