« Litla kisa |
Main
| Svartbaunaborgarar og sætkartöflufrönskur á laugardagskvöldi *2/52* »
- Það er farið að hlýna í Stokkhólmi. Ég var í hnébuxum og hnésokkum í dag sem var ótrúlega skemmtileg tilbreyting.
- Það er föstudagur og ég hef sterklega á tilfinningunni að þessi helgi eigi eftir að vera frábær.
- Ég byrjaði á Ashtanga yoganámskeiði í gær. Nú mæti ég einu sinni í viku í einn og hálfan tíma í senn ásamt sex öðrum í frábæran yogatíma í þar næsta húsi. Vá þetta var magnað. Og ég held að yogað sé ástæðan fyrir því að ég svaf eins og steinn í nótt. Ég eignaði mér líka nýju dýnuna hans Einars, vá hvað það munar miklu að gera yoga á almennilegri dýnu.
- Allir í Stokkhólmi ganga þessa dagana í forljótum Bally slabb
stígvélum. Ég skil ekki hvers vegna fólk kaupir sér ljóta skó fyrir tug
þúsúndir króna. Hér er eins og þessir skór fylgi með kornflex pakkanum,
svo margir eru í þessu. Úff!
- Í kvöld er ég að fara í nudd. Einar gaf mér gjafabréf fyrir ári síðan og ég ætla að nota það í kvöld. Luxury spa massage hljómar ekkert allt of illa.
- Að nuddinu loknu ætlum við Einar að fara á grænmetis veitingastað hér í nágrenninu og því næst á Up in the Air. Myndin er búin að fá svakalega dóma svo að þetta verður spennandi.
- EM veldur mér vandræðum. Mega Íslendingar halda með Svíþjóð í handbolta? Ég held auðvitað fyrst og fremst með Íslandi en langar að halda næst með með Svíþjóð. Má það?
- Ég veit ekki hvað er að mér. Kannski er Stokkhólmur að hafa þessi áhrif á mig en ég fíla Bad Romance með Lady GaGa í tætlur. Ég held að það sé heldur ekki í lagi.
The comments to this entry are closed.
Það er rok og rigning í Reykjavík. Ekki hnébuxnaveður amk. Það er bannað að halda með Svíum í handbolta. Up in the air er ofmetin. No? Lady GaGa er í lagi.
Posted by: Andresjons | 16 janúar 2010 at 13:04
Helduru ekki að ég hafi bara líka byrjað á Ashtanga yoga námskeiði í þessari viku! Er 2svar í viku, en það eru reyndar 20 manns í mínum hópi, sem mér finnst aðeins of mikið - ég var óþægilega nálægt miðaldra manni í spandexgalla í síðasta tíma... Við tökum góða rútínu næst þegar við hittumst.
kveðja,
the downward facing dog
Posted by: Anna Tomm | 16 janúar 2010 at 13:14
Það má allt ;) Nema kaupa sér rándýr slapp stígvél!
Posted by: Inga | 16 janúar 2010 at 23:29
Up in the air er klárlega ekki ofmetinn Andrés. Hún ef frábær :-) Mæli með henni. Ég get ekki enn ákveðið mig varðandi sænska landsliðið...
Downward facing dog: hljómar vel. Er komin dagsetning á heimsókn til Svíþjóðar?
Inga: er þetta skot á nýju slabb stígvélin mín?
Posted by: Margrét Rós | 17 janúar 2010 at 13:14
Lýst vel á nýja Ashtanga námskeiðið! Það er svo geðveikt að finna góðan jógakennara, það gefur manni svo mikið. Ég er ekki frá því að ég sakni Guðjóns Bergmanns smá :)
Annars er ég mjög ánægð með matreiðslubloggið þitt. Hef reyndar ekki prófað fyrstu uppskriftirnar en því mun ég bæta úr fljótlega.
Posted by: Elín Þórisdóttir | 17 janúar 2010 at 17:39
Svíþjóðarheimsóknin er í vinnslu, það er ekki enn komin dagsetning - en þetta fer að skýrast. Ég verð í sambandi við þig á næstunni :)
Posted by: Anna Tomm | 17 janúar 2010 at 21:31