Þetta er yndislegt salat. Tekur nánast engan tíma, er gott sem létt máltið (ásamt t.d. grænu salati eða ofnbökuðu grænmeti) eða sem meðlæti með öðrum grænmetismat... eða jafnvel fisk/kjöti. Ég prufaði líka að smyrja tortillu með hummus og setja svo salatið inn í. Það var nammi, nammi gott!
Kjúklingabaunasalat.
f. ca fjóra sem meðlæti
Í pönnu: 1 msk olía til steikingar, 2 hvítlauksrif, 1 stór rauðlaukur, 4 msk af rauðvínsediki (eða annað gott edik), þurrkað chili, salt, svartur pipar. Fyrst er laukurinn mýktur í olíunni og svo er restinni af uppskriftinni bætt út í. Allt er látið malla í smá stund á pönnunni og svo slökkt undir.
f. ca fjóra sem meðlæti
Í pönnu: 1 msk olía til steikingar, 2 hvítlauksrif, 1 stór rauðlaukur, 4 msk af rauðvínsediki (eða annað gott edik), þurrkað chili, salt, svartur pipar. Fyrst er laukurinn mýktur í olíunni og svo er restinni af uppskriftinni bætt út í. Allt er látið malla í smá stund á pönnunni og svo slökkt undir.
Í skál
rauð paprika smátt skorin
kjúklingabaunir úr dós, baunirnar skolaðar vel og vandlega í sigti undir köldu vatni
græn paprika smátt skorin
kóríander, eitt búnt
smá extra virgin ólífu olía
safi úr einu til tveimur lime (við elskum lime... en annars mæli ég með einu stk)
Lauk/ediksdressingin er hellt út á, himalaya/maldon salti og smá nýmalaður pipar stráð yfir eftir smakk. Hrært vel og borið fram með hverju sem ykkur dettu í hug!
Bon appetit!
Lauk/ediksdressingin er hellt út á, himalaya/maldon salti og smá nýmalaður pipar stráð yfir eftir smakk. Hrært vel og borið fram með hverju sem ykkur dettu í hug!
Bon appetit!
Hér má sjá kjúklingabaunasalatið ásamt sesam/hunangs lax, kóríander salsa, mangósalsa og sobu núðlum. Fullkomin máltíð!
Snillingatútta! Þetta lítur sjúklega vel út! Hvernig finnst þér best að borða Soba núðlurnar? Ég er eitthvað svo agalega einhæf í þeirri eldamennsku...
Posted by: Fanney Dóra | 23 janúar 2010 at 15:39
Ég sýð þær í ca 8 mín og skola þær svo upp úr köldu vatni vel og vandlega. Þannig eru þær góðar með hverju sem er!
Posted by: Margrét Rós | 24 janúar 2010 at 12:14
Ohh margrét, vildi að ég væri jafn hæfileikarík og þú í eldhúsinu ! Eg þarf að fara að koma aftur í heimsókn til stokkholms og læra þessi handtök :)
Posted by: Helga Björnsd. | 24 janúar 2010 at 14:36