Við erum komin heim. Það fyrsta sem við gerðum var að leggja okkur og svo var haldið í sögulega ICA maxi ferð það sem að við keyptum endalaust af mat í frystinn og búrskápana. Ég ætla sko að standa við áður gefið loforð um eitt blogg í viku með nýrri vegetarian uppskrift. Fyrsta færslan mun fjalla um kvöldmatinn í kvöld.
Nýja árið hófst í dag (sbr. síðasta blogg) og ég stóð við annað af mínum fimm áramótaheitum og það var að snooza ekki. Þegar yndislega lampavekjaraklukkan mín vakti mig með sólskini og frumskógarhljóðum klukkan sjö í morgun var ég vöknuð. Ég tók mér reyndar tvær mínútur í að telja í mig kjark til að lyfta sænginni en svo kom í ljós að það var ekki eins kalt í íbúðinni og ég bjóst við. Ég vaknaði úthvíld eftir tæpan sex tíma svefn en það var einungis vegna þess að ég á besta rúm í heimi - mans eigið rúm er einfaldlega best. Nú hef ég s.s. sagt skilið við þennan ósið - Margrét snoozar ekki!
****
Eitt af því sem ég kom í verk í frábæru Íslandsheimsókninni var að taka myndir af Svarta Túlípananum (eða við í ST komum því s.s. í verk). Hinn frábæri ljósmyndari Einar Örn Einarsson tók myndirnar og ég er ekkert smá sátt með þær. Hér kemur ein:
Þetta er búið að vera á döfinni í þónokkurn tíma en undanfarin ár höfum við mjög sjaldan allar verið í sama landi á sama tíma. Loksins tókst þetta hjá okkur. Grótta var samt óvenju köld (þ.e. veðrið) þennan dag og því vorum við nokkuð króknaðar þarna í lokin. Sesselja er líka pínu eins og hún sé ekki með neina putta á hægri, svo vel er hún búin að pakka sér inn í griffluna sína :-)
like like og like :-)
Líst vel á þetta, held að ég steli þessu áramótaheiti.
takk fyrir frábærar stundir á Íslandi.
love ye
Posted by: Eva Margrét | 07 janúar 2010 at 16:18
Þetta áramóta heit er mjög göfugt sérstaklega þegar það er dimmt og kalt. Myndirnar eru æði! Ég er nú alveg hissa að þá sjáist ekki hor á þessari haha
Posted by: Inga | 13 janúar 2010 at 22:46