Síðustu vikuna hef ég komist að því að ég er skuggalega (og þá meina ég skuggalega) léleg í stærðfræði. Þegar ég get ómögulega klórað mig fram út stærðfræðidæmi (sem að ég á samt í rauninni að geta leyst) pirrast ég út í áhuga minn á umhverfisfræðum. Að ná fyrstu einkunn í ensku var nefninlega ekkert sérstaklega erfitt.
Til þess að hressa mig við í dag ákvað ég að gera eitthvað sem ég er góð í. Elda og baka hollt og gott! Einar er veikur heima og því ákvað ég að dekra extra vel við hann og baka muffins og hjónabandssælu og svo fékk hann að sjálfsögðu pasta með pestó í kvöldmatinn. Ég vígði jólagjöfina okkar. Hina stórkostlegu magimix matvinnsluvél sem að frábæru tengdaforeldrar mínir gáfu okkur. Ok ég get ekki lýst því hversu mikil snilld þessi vél er. Mig langar næstum því bara að elda eitthvað sem að þarf matvinnsluvél, hence mölun á hnetum og pestó.
Í öðrum fréttum er mest lítið. Ég er að íhuga að skipta um myndasíðu. Finnst pínu leiðinlegt við Flickr að fólk þarf að vera innloggað til að kommenta eða komast í lokuðu myndirnar mínar. Er að skoða smugmug sem að mér lýst frekar vel á. Gallinn við þá síðu er að ekki er hægt að hafa sumar myndir í albúmum lokaðar en aðrar opnar. Eða ég er allavega ekki búin að finna út úr því.
Við Einar erum svo líka að plana páskafríið okkar. Það er í rauninni eina fríið sem að ég fæ þangað til í júní fyrir utan hugsanlega langa helgi þegar ég fer yfir í næsta aldursflokk - 25. Við erum að hugsa um Egyptaland. Mér finnst Rauðahafið, sól, pýramidarnir og egypskur matur hljóma ótrúlega vel!
Smá svona
Og svolítið svona
Og heill hellingur af svona!
Já, já þetta kemur allt saman í ljós :-) Gaman að hlakka til einhvers í þessum skítakulda hér í Stokkhólmi þessa dagana. Það er svo kalt að ég þarf að fara í úlpu, húfu og vettlinga til að fara út með ruslið!
Heyrðu fáðu þér þessa bók http://www.google.com/products/catalog?q=illustrated+dictionary+of+math&oe=UTF-8&ved=0CCcQzAMwAg&cid=5499015020896574784&sa=title#p (The Usborne Illustrated Dictionary of Math) ég er ekki að grínast hún er frábær og líka sjúklega flott!
Talandi um kulda þá var -18.5 hér í dag (með wind chill) ég fór einmitt út með ruslið í snjóbuxum og fraus samt .... vá hvað þetta er ömurlega leiðinlegt :(
Love you sæta mín :) Knús frá kuldatúni
Posted by: Inga | 13 janúar 2010 at 22:41
Hér á Íslandi er nú bara hlýtt - smá rigning samt. Komið bara heim og hættið þessu rugli :) Ha, ekki?
Egyptaland hljómar svakalega vel Marra mín en annars hef ég heyrt að á Íslandi sé úrval skemmtilegra staða til að kafa á. Ættið að tékka á því :) Knus og kram.
Posted by: Anna Dröfn | 15 janúar 2010 at 10:30