Ég er lasin. Svo lasin að ég þurfti að fara heim úr glænýju vinnunni minni á laugardaginn og fresta innflutningspartýinu líka. Ekki beint vel tímasett veikindi. Ekki nóg með það heldur er hún Anna vinkona mín að koma í heimsókn á morgun. Ég vona heitt og innilega að ég verði orðin frísk þá.
Í dag er Alla Hjärtans Dag í Svíþjóð. Svona sænskur Valentínusar dagur (bara ekki alveg jafn mikil klisja). Ég var þokkaleg búin að plana daginn. Við ætluðum að vakna (í semí þykknu eftir innflutningspartýið) og halda í amerískan brunch á Södermalm. Þvínæst var planið að fara í útsýnisferð upp á Globen og þaðan í heitt kakó í Chokladfabriken. Við áttum svo að enda daginn á skautum í Kungsträdgården. Þegar maður er með hita og hálf lystarlítill gerir maður ekkert af þessu. Það varð úr að Einar gerði ávaxtasalat og ég french toast. Nammi hvað það er gott. Síðan þá er ég búin að hafa það ágætt á verkjalyfjum upp í sófa lesandi efnafræði, horfa á raunveruleikasjónvarp og borðandi pizzu. Þetta væri næstum því bara huggulegt ef ekki værir hóstann, horið og hausverkinn.
Sjóddu engiferrót, settu sítrónusneið og lífrænt hunang út í vatnið......algert kraftaverkalyf fyrir stífluð nef og auman háls :)
Posted by: Brynja Björk | 14 febrúar 2010 at 22:47
Ætlaði einmitt að fara að spyrja þig út í vinnuna, gleymdi því bara um daginn, vona að þú sért að verða frísk elskan. Gott að hann Einar er þarna til að dekra við þig.
Posted by: Eva María | 14 febrúar 2010 at 23:39
Im on it Brynja!
Já vinnan er æði Mæsa :-) er alveg að digga þetta
Posted by: Margrét Rós | 15 febrúar 2010 at 10:15
Farðu vel með þig :*
Posted by: Gerður Rún | 15 febrúar 2010 at 11:43