Mér finnst ég ekki gera neitt nema læra undir próf. Þetta er orðið pínu þreytt. Ég er föst í svona Groundhog day viku, þeas ég vakna alltaf í sömu vikunni, það er próf í þeirri viku.
Á miðvikudaginn fór ég í eitt erfiðasta próf sem ég hef farið í á minni ævi - tvöfalt efnafræðipróf. Það sem að ég vissi ekki var að ég fékk fjóra tíma fyrir tvö próf sem að hvort um sig átti að vera fjórir tímar. Sökum samskiptavandræða við kennarann minn (ekki mér að kenna, hann kann ekki að segja það sem að hann meinar...og hlær svo bara og segir að ég sé lítill vitlaus útlendingur. Heldur hann að ég skilji ekki sænsku eða.. jú!! Þetta nám er á sænsku svo að ég skil hann alveg) hafði ég ekki hugmynd um að prófið væri fjórir tímar fyrr en tíminn var búinn og prófið tekið af mér. Fyrir þetta próf var ég búin að læra eins og ég veit ekki hvað, liggja yfir blessuðu efnafræðiskruddunum og fá hjálp frá yndislegum Kemi snillingi, honum Henrik. Ég var vel undir þetta próf búin en komm on ég er ekkert ofurmenni sem rumpar 8 tíma prófi af á fjórum tímum.
Ég hef aldrei áður fallið á tíma og þetta var ekkert sérstaklega góð tilfinning, að geta ekki lesið yfir neitt og ekki reiknað dæmin einu sinni enn. Úff! Ég lýg því ekkert að ég var næstum því farin að grenja þegar kennarinn tók af mér prófið, ég var líka alveg að fara að gráta í lestinni og svo fór ég barasta að grenja þegar ég kom heim! Ég hef ekki hugmynd um hvernig mér gekk en vona bara það besta og einbeiti mér að næsta prófi, sem er á morgun. Laugardagspróf eru ekki alslæm. Maður má t.d. lyfta sér upp um kvöldið og sofa út daginn eftir. Ég hef sterklega á tilfinningunni að þessi helgi verði æðisleg, stutt lærdómspása fyrir næsta próf, stærðfræði. Ég ætla að drekka Baileys, skella mér í partý, sofa út og gera súper hollan og góðan brunch á sunnudaginn. Næstu tuttuguogfjóra tímana ætla ég svo að bjarga geðheilsunni með því að hlusta á þetta lag á repeat!
Hugsa til þín Margrét mín, Love You***
Posted by: Klara | 26 febrúar 2010 at 11:00
Lesist í öskri: "Koma svo beibí, þú massar þetta!" Tough love héðan frá skrifstofunni!
Posted by: Eva María | 26 febrúar 2010 at 16:50
God þetta hljómar eins og erfiður dagur!!! Ég átti svipaðan dag í síðustu viku þegar ég varð bensínlaus á leiðinni í próf kl 8 um morguninn, með mann og barn í bílnum. Ég varð að húkka mér far á leiðinni í prófið, sem var svo ógeð erfitt og nánast enginn mætti......
Knús, Groundhog dagarnir eru alveg að klárast....
byrja svo aftur með lokaprófum:/ hehe
Posted by: Brynja Björk | 28 febrúar 2010 at 12:59