Í Stokkhólmi eru snjóflóð - húsasnjóflóð! Í gærdag var enginn snjór á svölunum okkar, nú er staðan svona:
Þessi óvænta þýða er stórhættuleg, enda búið að loka fyrir tvo af þremur útgöngum út úr húsinu okkar með svona plast löggubandi. Ég fór í ræktina í morgun og labbaði þá bara á miðri götunni til þess að fá alveg örugglega ekki grýlukerti eða tonn af snjó í hausinn! Göturnar eru svo annar kafli, þar eru flóð :-)
Í næstu viku á svo að frysta aftur, mínus tveggja stafa tölur frá og með miðvikudeginum. Þá munu allir ferðast um Stokkhólm á skautum.
úff þetta er rosalegt. Hérna er líka byrjað að snjóa - ég sem hélt i alvöru að það væri komið vor.
Posted by: Anna Dröfn | 28 febrúar 2010 at 13:14
Haha, þetta er magnað. Anna þú veist að það er bara komið vor eftir að við eigum afmæli. Það kemur aldrei vor fyrr en við höfum átt afmæli.
Posted by: Eva María | 28 febrúar 2010 at 14:23