Í síðustu viku prófaði ég þrjár uppskriftir af kökum/konfekti sem eru í hollari kantinu. Ein þeirra var ekki góð en hinar tvær heppnuðust príðilega.
Nr.1 - Kókoskúlur
Þessa uppskrift sá ég á pressunni hjá henni Mörtu Maríu en hún lumar oft á góðum uppskriftum.
100 gr haframjöl
100 gr múslí
50 gr döðlur
80 gr kókosmjöl
1 dl kókosolía (sem búið er að láta standa undir heitri vatnsbunu)
1 dl kakó
1 dl agave síróp
Innihaldsefnin í fyrsta hópnum eru sett í matvinnsluvél og þessu er blandað vel saman.
Innihaldsefnunum í seinni hópnum er þvínæst bætt við þurrefnin í matvinnsluvélinni. Þetta er unnið þangað til að komið er ágætis deig sem hægt er að hnoða í litlar kúlur. Ég velti svo kúlunum upp úr blöndu af sesamfræjum og kókosmjöli áður en þær fóru inn í ísskáp.
Þessar kúlur taka u.þ.b. 7 mín in the making og bragðast frábærlega!
--------
Nr. 2 - Orkuhnullungar
Þessa uppskrift fékk ég af bestu síðu í heimi, Cafe Sigrún. Ég breytti henni pínulítið en það var bara vegna þess að það sem að stóð í uppskriftinni átti ég ekki alveg til. Þessi vefsíða er þvílíka snilldin, ég skil reyndar ekki alveg metnaðinn sem hún Sigrún hefur fyrir þessu, en dáist engu að síður að henni. Ég myndi sko alveg kaupa mér aðgang en hún elsku Sigrún leyfir öllum að njóta! Ég mæli með öllu sem ég hef prófað af þessari síðu (og það er ekki lítið), bæði er það bragðgott og uppskriftirnar eru yfirleitt þannig að þær heppnast 100% ef þú bara fylgir þeim!
3/4 bolli spelti
1 bolli haframjöl, malað fínt í matvinnsluvél
1 tsk kanill
1/2 tsk múskat
1/2 tsk engifer
1/2 tsk negull (ég átti ekki negul svo ég notaði kardimommur.. nammi!)
1 tsk vínsteinslyftiduft
4 msk kókosfeiti
1/3 bolli rapadura hrásykur
2-4 msk sojamjólk
1/2 tsk himalayasalt
1 egg
1/4 bolli sesamfræ
1/3 bolli saxað súkkulaði. Ég blandið saman súkkulaði og cacoa nibs. Sjúklega gott!
1/2 bolli saxaðar hnetur, ég notaði peakan
1/3 bolli döðlur, má nota rúsínur líka
1. Ofninn á 180°C
2. Haframjölið er malað í matvinnsluvél þar til það er mjög fínt. Þá er hellt í skál ásamt spelti, kryddum, lyftidufti og salti. Öllu blandað vel saman.
3. Egg, kókosfeiti og hrásykurinn hrært saman. Ég notaði matvinnsluvél því ég elska vélina mína!
4. Eggjablandan er færð yfir í þurrefnaskálina og allt er hrært varlega saman með sleikju.
5. Hnetum, sesamfræjum, döðlum og súkkulaði er hrært út í.
6. Litlir orkuklumpar eru hnoðaðir og settir á plötu með bökunarpappír. Pressið létt á hverja köku (u.þ.b. 16 stk).
7. Bakað í 15 til 20 mín.
Mæli sko með þessum! Þær slógu í gegn.
-----------------
Þriðja uppskriftin kom líka af pressu Mörtu Maríu en sú sló ekki alveg eins mikið í gegn. Þetta er súkkulaði kaka sem er svaka holl. Sykurlaus og alls laus (næstum). Ég var enga stund að baka hana (skellti í hana á svona 10 mín) og svo þarf hún heldur ekki að vera það lengi í ofninum. Málið var bara að húsið ilmar eins og skúffukaka.... og þá langar þig bara í skúffuköku! Þetta var eiginlega ekki nógu djúsí. Ég myndi reyndar hugsanlega baka þessa köku aftur ef ég ætti að koma með eina köku í eitthvað boð þar sem ég vissi að væru bara smjör, rjóma, sykur drullukökur til boða. En eins og ég segi. Við borðuðum alveg eitthvað af henni yfir handboltanum síðustu helgi en hún náði einhvern vegin ekki að seðja súkkulaðihungrið. Ég ætla ekki að skrifa upp uppskriftina en hana má finna hér.
Eina kakan sem kláraðist ekki áður en ég náði að taka mynd :-)
Ég elska þig Margrét - það er enginn eins og þú..... :):):)
Elska hvað þú ert breinskeytt og treður sannleiknum framan í mann...
Knús
Rúna brúna
Posted by: sigrunb | 08 febrúar 2010 at 13:01
Ótrúlegt en satt (ég baka næstum aldrei) þá prófaði ég þessar tvær efri, með smá breytingum þó. Rosa gott! Elska líka síðuna hennar Sigrúnar.
Kv. Dagný
Posted by: Dagný | 08 febrúar 2010 at 20:51
Maður ætti kannski að fara að prufa einhverja af þessum uppskriftum hjá þér skvís, lítur allavega allt mjög vel út :)
Posted by: Gerður Rún | 09 febrúar 2010 at 12:31
Ég mæli með sænska blaðinu Laga Lätt fyrir þig. Ótrúlega sniðugt blað með hollum fljótlöguðum uppskriftum.
Posted by: Sveinnbirkir | 11 febrúar 2010 at 12:16
Gaman að heyra að einhver sé að prufa þetta :-)
Já takk fyrir það Sveinn Birkir. Hef rekist á það en aldrei keypt það.
Posted by: Margrét Rós | 11 febrúar 2010 at 20:47