Yndislega yoganámskeiðið mitt heldur áfram og ég er bara að verða ansi hreint góð. Fyrir utan augljósa kosti þess að stunda yoga (styrkur, liðleika, sef betur, slaka á osfrv.) var ég líka að vonast eftir því að líða aðeins betur í hnénu mínu og geta þá hugsanlega hlupið eitthvað í Sumar-Stokkhólmi. Og viti menn. Um daginn gat ég hlupið í 11 mínútur á ágætis ferð án þess að finna nokkuð, en það er um 10 mínútum betur en fyrir yoganámskeiðið! Með þessu áframhaldi get ég hlupið hringinn í kringum Södermalm í ágúst.
Eftir þessa yndislegu tíma finnst mér best að drekka þetta:
og
Þvílíkur unaður! Mér líður bara eins og endurfæddri manneskju eftir þetta kombó, yoga, te og kókosvatn. Svo er bara að krossa putta og vona að yoga geri mig líka betri í stærðfræði. Próf á laugardaginn eins og vanalega (fæ illt við tilhugsunina að laugardagspróf séu komin upp í vana!).
Hahaha, já áfram yoga. Kann ekki að drekka þetta dót en kannski kemur að því einn daginn.
Posted by: Eva María | 11 mars 2010 at 21:39
snilld. Eg sakna þess að fara í yoga. Kortið mitt rann út fyrir mánuði en ég er að fara að bæta úr því eftir helgi.
Posted by: Anna Dröfn | 11 mars 2010 at 22:00
Jii hvað ég er ánægð með þig Margrét mín!! Duglega kona! ;)
Posted by: Sirrý | 13 mars 2010 at 16:58