Eins og síðasti póstur gaf til kynna er ég í alvörunni að verða smá sænk. Ég toppaði það algjörlega í morgun. Við Einar fórum á gott djamm í gær en þar sem við byrjuðum snemma vorum við líka komin frekar snemma heim. Þess vegna vorum við vöknuð fyrir allar aldir í morgun. Ég vaknaði við fuglasöng og sól sem læddist inn í svefnherbergi í gegnum opna hurðina á herberginu. Ég ákvað að skella í fullkominn morgunmat og dreif mig því út í búð til að kaupa ávexti og beikon. Þegar ég kom út í Ica var búðin lokuð. Já krakkar mínir, ég var komin út í búð á sunnudagsmorgni, daginn eftir djamm, áður en Svíarnir opna matvörubúðina.
Hahaha! Morgunhressleikinn aðeins of mikill. Ég svaf sjálf til hádegis, eins og sönnum Íslendingi sæmir :Þ
Posted by: Jónína | 14 mars 2010 at 15:32
Dugleg stúlka Margrét mín !! Hér á Íslandi er kreppa en það bætast bara við búðir sem hafa opið 24/7 ????? skil bara alls ekki íslenska hagfræði !!
Posted by: Sigurjón Arthur Friðjónsson | 14 mars 2010 at 22:40