Tavi, the style rookie, er uppáhalds bloggarinn minn. Ég hlakka til að lesa pósta eftir hana og í hvert einasta skipti sem hún bloggar furða ég mig á því að hún sé bara 13 ára. Mér þætti hún þroskuð þó svo að hún væri 18 eða 20 ára (ok... vertu hreinskilin Margrét! Mér þætti hún þroskuð ef hún væri jafngömul mér)! Ég er búin að vera með bloggið hennar inni í Google Reader hjá mér núna í svona átta mánuði og búin að lesa hvern póst samviskusamlega. Núna er hún að gera allt vitlaust með Terry Richardson póstunum sínum, segir nákvæmlega það sem að segja þarf um þennan perra og hans misskildu "list". Ég mæli með því að allir lesi póstana hennar um hann, jafnvel þó svo að maður hafi engan áhuga á tísku, ljósmyndun né feminísma þá er þetta samt súper áhugavert. Hún bloggaði fyrst hér og svo hér.
Ég væri svo innilega til í að vera fluga á vegg þegar hún er í tíma í skólanum með hinum 13 ára krökkunum. Vá hvað þeim þykir hún örugglega skrítin og henni þau vitlaus og lítil.
Ég elska hana líka. Var einmitt að senda þessa Terry Richardsson pósta til vel valinna vinkvenna í dag. Hún er sjúklega svöl.
Posted by: Dagný | 26 maí 2010 at 20:31
Hún er ótrúlega svöl. Er einmitt búin að vera að fylgjast með þessari Terry umræðu. Ógeðslegt mál.
Posted by: Anna Dröfn | 27 maí 2010 at 19:43
Tavi er flottust !! :o)
Posted by: Elísabet Gunnars | 10 júní 2010 at 16:32