Fyrir tveimur vikum fór ég til Köben þar sem ég hitti tvær Svarta Túlípana skvísur og hana Jenný mína. Eva kom alla leið frá Íslandi, í gegnum ösku og stress, og Gerður kom frá Århus. Ég tók lest héðan frá Stokkhólmi, svona til þess að vera alveg viss um að komast á leiðarenda og heim til baka á réttum tíma enda átti ég að mæta í vinnuna á mánudagskvöldið. Það rættist þó ekki... lestin endaði á að tefjast í þrjá tíma eftir ansi óhuggulegt slys úti í skógi.
Við mættum allar á föstudegi og hún elsku Hera lánaði okkur herbergið sitt fyrstu tvær næturnar svo að þetta var alvöru sleep over stemmning. Þessa tæpu þrjá daga sem að við vorum allar saman voru fullkomnir. Þetta var bara svo innilega frábært. Og guð minn góður hvað maður er heppinn að eiga svona æðislegar vinkonur.
Þessi beið manns á flugvellinum. Ég fór að skæla.
Við kíktum á djammið í sturtuklefa... eða sláturhúsi.
Við borðuðum rosa mikið. Hér: besti morgunmatur sem ég hef borðað á þessu ári.
Paradis-ís. Best!
Sætastar
Við fórum á uppistand og grétum úr hlátri
Á Sticks & Sushi
Strætópíur
Takk stelpur fyrir þessa fullkomnu helgi!!
JEI!! Þetta var æði, pæði, mæði, læði, sæði.... Múhahahaha
Langar aftur!
Posted by: Eva María | 07 maí 2010 at 14:53
OMG! Æðislegt. Ég kem með næst - ekki spurning. Takk fyrir að leyfa okkur að fá smá innsýn í gleðina. Ég fór nú líka bara næstum að gráta þegar ég sá elsku Gerði með skiltið sæta. Ást á ykkur allar.
Posted by: Anna túlli | 07 maí 2010 at 15:17
Ji þetta er æði, takk fyrir bloggið elsku Margrét, ég segi eins og Anna ég kem með næst :-*
Posted by: Eva Margrét | 07 maí 2010 at 15:25
Ég líka!!!! OMG þvílíkt hvað ég sakna ykkar núna (og alltaf)
Posted by: Inga | 08 maí 2010 at 18:28