Úti eru um 20°og glampandi sól. Ég sver að þetta er að létta prófalundina. Fínt að læra úti á svölum með vatnsmelónu og kælt kaffi. Ég er að fara í sex próf, en á sama tíma á morgun mun ég bara eiga fimm eftir. Og á svipuðum tíma á morgun verða pabbi og Vilma komin í heimsókn. Eftir efnafræðihressleikan í fyrramálið ætla ég nú samt að lyfta þessu bloggi upp og skella inn nokkrum myndum frá nýliðinni Íslandsheimsókn og koma með almennilegar fréttir héðan úr Sólborginni (nýja heitið mitt yfir Stokkhólm). Þessi facebook pása mín mun án efa gera mig virkari í "alvöru" netheimum.
Þangað til mæli ég með þessari grein fyrir alla þá sem eru að íhuga að kjósa Besta flokkinn, ég mæli líka með nýja Bloodgroup disknum og melónu/lime drykknum hér að neðan.
Sumar í glasi:
hálf vatnsmelóna, skorin í bita og svona það helsta af steinunum hent í ruslið.
tvö lime - afhýdd
ca 1 dl vatn
1-2 msk agave síróp (fer eftir hversu sæt melónan er).
Allt sett í blandara með klökum og drukkið í sólinni. Ef það er ekki sól þar sem þú ert þá er um að gera að loka bara augunum, þessi drykkur gefur sumarhugmyndafluginu lausan tauminn.
Djöfull er þetta flott borð sem er á myndinni. Hvaða olíu ertu að bera á viðinn?
Posted by: Einar Örn | 21 maí 2010 at 15:52
Sammála með borðið! Þvílíkt glæsilegt, maturinn á því ekki síðri....
Vonandi gekk þér vel í prófinu í dag, kláraði einmitt mitt síðasta í dag sjálf, 5. árið í hús ;)
Hvenær ertu svo búin?
Gangi þér ofsalega vel í próflestrinum!
Posted by: Jónína | 22 maí 2010 at 03:09
Gangi þér vel í prófatörninni elskan ég hlakka til að sjá myndir frá Íslandsferðinni og yndislegu Köbenferðinni :)
Posted by: Gerður Rún | 22 maí 2010 at 08:57
@Einar: þú verður að spyrja heita gæjan sem bar á það ;-)
@Jónína: búin 10 júní, takk! OG til hamingju með fimmta árið!
@Gerður: takk sæta mín. Þetta er allt á leiðinni.
Posted by: Margrét Rós | 23 maí 2010 at 19:11
mmmm girnó matur. Gangi þér vel í prófunum. Hlakka til að heyra í þér sem allra fyrst.
Posted by: Anna Dröfn | 27 maí 2010 at 19:42