no 1: egg í morgunmat eru helg vé á þessu heimili. Ég borða þau heil en Einar notar mest eggjahvítur. Hann vill ekki hlusta á mig þegar ég segi að heil egg eru í alvörunni yndisleg. Allavega.. þau eru alltaf hrærð og steikt á pönnu. Scrambled á fínni íslensku.
no 2: Yndislegur smoothie! Einn bolli hindber, 1/3 banani, 2 döðlur, 1/4 tsk kardimommu duft og einn tæpur bolli grænt te (má alveg vera heitt ef maður á klaka) sett í blandarann. Þegar þetta er orðið mjúkt og fínt er tveimur matskeiðum chia fræjum (eða hálfri msk hörfræjum) bætt út í ásamt smá klaka. Jömmí!
Mmmm...smoothie-inn hljomar ekkert sma vel!
Posted by: Maria | 21 nóvember 2010 at 18:39