Næsta ferðalag - India, Bhutan, Nepal og Bangladesh
Við Einar ætlum til þessara landa snemma á næsta ári. Á myndina vantar reyndar líka Bangladesh bókina.
Er einhver þarna úti með góð ráð eða skemmtilegar reynslusögur? Við erum mikið til í að heyra allt svoleiðis þessa dagana því nú þurfum við bráðum að fara í það að skipuleggja þetta almennilega.
Comments
You can follow this conversation by subscribing to the comment feed for this post.
Hef komið til Indlands og Nepal og langar til Buthan og Tíbets við tækifæri. Veit ekki hvað þið hafið ferðast mikið í gegnum tíðina en þetta er spennandi heimshluti en getur tekið á, ekki síst Indland.
Segi oft að koma til Indlands sé eins og overdose fyrir öll skilningarvit, slíkir eru litirnir, hávaðinn og lyktin. En alveg ógleymanleg lífsreynsla. Taj Mahal er náttúrulega MUST en sama hvert þið farið þá munið þið upplifa ótrúlega hluti. Mest krefjandi staðurinn sem við höfum komið til (og ferðast til tæplega 70 landa) er Varanasi - við reyndar byrjuðum Indlandsferðina okkar þar sem ég myndi ekki mæla með. Borgin stendur við ánna Ganges og þangað kemur veikt fólk til að leita lækningar eða deyja. Þarna ganga holdsveikir um götur og lík eru brennd á árbakkanum!
Við fíluðum Nepal í botn, einn af okkar uppáhaldsstöðum. Mikil fátækt því miður en fólkið með eindæmum vinalegt og landið fallegt en því miður umgengnin ekki til fyrirmyndar. Eða eins og ferðabókin orðaði það "another shitty day in Paradise"
Óska ykkur góðrar ferðar, efast ekki um að eigið eftir að eiga ógleymanlegar stundir á þessum ævintýraslóðum. Ætla að fylgjast með ævintýrum ykkar, svona fá að ferðast í gegnum ykkur.
Við erum að spá í að byrja í Mumbai, færa okkur svo upp til Udaipur, Jaipur, Agra (Taj Mahal), svo uppí Norð-Vestur hlutann – Amritsar, Dharamsala og svo einhvern veginn koma okkur austur til Varanasi. Við verðum komin yfir mesta menningarsjokkið þá :-)
Koma okkur svo upp til Nepal (erum reynar að spá í að sleppa alveg Nepal ef við stöndum illa tímalega séð), þar sem við myndum skoða svæðið í kringum Kathmandu. Við höfum sennilega ekki tíma fyrir lengri gönguferðir í Nepal, þannig að við látum Annanpurna bíða til betri tíma (ég er vongóður um að við munum aftur fara þangað). Svo aftur inn til Indlands og þaðan í stutta ferð til Bútan (kannski 4-5 dagar – við þyrftum þó að fljúga þangað samkvæmt því sem ég hef lesið). Þaðan í gegnum Indland inní Bangladess, þar sem við myndum skoða Dhaka og Sundabans. Síðan var hugmyndin að fljúga annaðhvort frá Kalkútta eða Dhaka yfir til vesturstrandar Indlands og eyða einhverjum tíma í Goa og Kerala.
Ég ætla klárlega að vera dugleg að blogga hér svo endilega fylgstu með :-)
Hef komið til Indlands og Nepal og langar til Buthan og Tíbets við tækifæri. Veit ekki hvað þið hafið ferðast mikið í gegnum tíðina en þetta er spennandi heimshluti en getur tekið á, ekki síst Indland.
Segi oft að koma til Indlands sé eins og overdose fyrir öll skilningarvit, slíkir eru litirnir, hávaðinn og lyktin. En alveg ógleymanleg lífsreynsla. Taj Mahal er náttúrulega MUST en sama hvert þið farið þá munið þið upplifa ótrúlega hluti. Mest krefjandi staðurinn sem við höfum komið til (og ferðast til tæplega 70 landa) er Varanasi - við reyndar byrjuðum Indlandsferðina okkar þar sem ég myndi ekki mæla með. Borgin stendur við ánna Ganges og þangað kemur veikt fólk til að leita lækningar eða deyja. Þarna ganga holdsveikir um götur og lík eru brennd á árbakkanum!
Við fíluðum Nepal í botn, einn af okkar uppáhaldsstöðum. Mikil fátækt því miður en fólkið með eindæmum vinalegt og landið fallegt en því miður umgengnin ekki til fyrirmyndar. Eða eins og ferðabókin orðaði það "another shitty day in Paradise"
Óska ykkur góðrar ferðar, efast ekki um að eigið eftir að eiga ógleymanlegar stundir á þessum ævintýraslóðum. Ætla að fylgjast með ævintýrum ykkar, svona fá að ferðast í gegnum ykkur.
Bestu kveðjur,
Ása
Posted by: Ása | 13 desember 2010 at 19:56
Takk fyrir góðar ábendingar Ása :-)
Við erum að spá í að byrja í Mumbai, færa okkur svo upp til Udaipur, Jaipur, Agra (Taj Mahal), svo uppí Norð-Vestur hlutann – Amritsar, Dharamsala og svo einhvern veginn koma okkur austur til Varanasi. Við verðum komin yfir mesta menningarsjokkið þá :-)
Koma okkur svo upp til Nepal (erum reynar að spá í að sleppa alveg Nepal ef við stöndum illa tímalega séð), þar sem við myndum skoða svæðið í kringum Kathmandu. Við höfum sennilega ekki tíma fyrir lengri gönguferðir í Nepal, þannig að við látum Annanpurna bíða til betri tíma (ég er vongóður um að við munum aftur fara þangað). Svo aftur inn til Indlands og þaðan í stutta ferð til Bútan (kannski 4-5 dagar – við þyrftum þó að fljúga þangað samkvæmt því sem ég hef lesið). Þaðan í gegnum Indland inní Bangladess, þar sem við myndum skoða Dhaka og Sundabans. Síðan var hugmyndin að fljúga annaðhvort frá Kalkútta eða Dhaka yfir til vesturstrandar Indlands og eyða einhverjum tíma í Goa og Kerala.
Ég ætla klárlega að vera dugleg að blogga hér svo endilega fylgstu með :-)
Posted by: Margrét Rós | 16 janúar 2011 at 12:22