Mig vantar smá aðstoð - hugmyndir að bókum sem ég á að lesa á Indlands-ferðalaginu. Á svona ferðalögum lesa maður MIKIÐ (í Indónesíu las ég bækurnar hér að neðan á fjórum vikum, það vantar reyndar tvær bækur inn á þessa mynd) og akkúrat núna væri frábært að fá tillögur að titlum. Það væri gaman að fá bæði hugmyndir að íslenskum bókum en líka enskum því það myndi létta bakpokann að kaupa nokkrar á ipadinn. Við Einar höfðum hugsað okkur að taka bækur með sem við gætum bæði hugsað okkur að lesa. Bóksalinn í Kabúl er eina bókin sem er komin á listann, enda erum við ekki beint búin að vera að spá í þessu. Já og btw...ég þoli ekki chic flick bækur svo allar shopaholic bækur eða annað álíka skarpt mun ekki rata í bakpokann.
Comments
You can follow this conversation by subscribing to the comment feed for this post.