Í dag er akkúrat mánuður þangað til við Einar leggjum í hann til Indlans. Ferðin er áætluð átta vikur og ég hreinlega get ekki beðið. Hér er smá insperation - sóttur ólöglega á myndasíður google.
Það verða að sjálfsögðu bara svona rómantísk sólarlög í Indlandi. Við munum alltaf vera á einhverjum súper stað að horfa á sólarlagið og ná svona mómentum í minningabankann.
Við munum að sjálfsögðu kíkja þangað og sjá alla dýrðina. Fæ samt alltaf smá gæsahúð þegar ég hugsa um örlög aumingja arkitektsins...
Svo ætlum við auðvitað að borða rosa mikið svona. Jömmí.
Á sama tíma fengum við svona í jólagjöf svo að við ættum að geta haldið okkur í formi þarna úti. TRX á ströndinni... Í alvöru ég skal ná mynd af mér að gera þetta hangandi úr tré.
Svo munum við að sjálfsögðu gera mikið svona líka. Markmiðið mitt er að verða húkkt á yoga í Indlandi. Helst svo húkkt að ég muni halda áfram að vera húkkt þegar ég kem aftur heim.
Ég væri líka til í að fara í svona málningaslag. Lúkkaði hressandi í Amazing Race.
Ég og þessi eigum deit við Ganges.
Ég vonast til þess að sjá einn svona. Tiger reservoir er ofarlega á to do listanum.
Og þennan ætla ég líka að hitta. Jafnvel setjast á bak... dýraverndunarsinninn í mér efast þó um að af því verði. Nema ég rekist á súper glaðan og pattaralegan fíl.
Butan verður æði. Við ætlum að chilla í svona höllum.
Og fara í göngutúr í svona brekkum!
Síðast en ekki síst þá ætlum við að chilla á svona í lokin! Goa verður eðal...
Og til þess að ég nái að njóta Indlands og sleppi við matareitrun (eins og ég hef fengið í síðustu tveimur ferðum) þá ætla ég að borða svona á hverjum morgni.
Jibbý! Ég hlakka til.
Recent Comments