Ég skrifaði þetta blogg á netkaffi í Aurangabad í fyrradag en náði ekki að pósta því sökum tímaskorts. Ég ætla bara að birta það óbreytt en leggja strax í það verkefni að skrifa betra og lengra blogg.
----------------
Ok þetta net café er að loka (afhverju nota ég alltaf orðið café?? nett ofmat um þetta lan-ver) svo að ég næ ekki að blogga almennilega. Einar er að misþyrma lyklaborðinu hjá sér svo að ég reikna með almennilegri bloggfærslu hjá honum. Hjá mér verða þetta bara nokkrir punktar í bili:
- Í fyrsta lagi þá er Indland ÆÐI. Ég skil ekkert í fólki sem kemur hingað og finnst allt glatað.. í alvöru. Eina sem hægt er að setja út á þetta land er mengunin. Mig langar í fyrsta skipti í svona japanagrímu til að passa upp á lungun mín.
- Maturinn er frábær... og þetta nan er að eyðileggja brúðkaups dietið!
- Fólkið... my oh my fólkið hérna er æðislegt. Börnin eru í alvöru of sæt og allir brosa og eru svo almennilegir. Við höfum enn ekki lent í dónalegum né leiðinlegum Indverja.
- Ég held því fram að fólkið hérna haldi að ég sé e-h pía frá Hollywood. Það vilja fáránlega margir fá mynd af sér með mér. Og þau eru ekkert að fara varlega í hlutina. Þau bara taka utan um mig og leiða mig og ég veit ekki hvað til að fá rétta mynda mómentið. Að skella hendinni utan um mittið svo að öxlin á mér lendir í sveittum handakrika einhvers dúdda er ekkert óþægilegt... nei, nei. Sumir vilja líka hafa Einar inn á myndinni en ég er þó öllu vinsælli. Einari hefur samt verið boðið 2x statista hlutverk úti á götu en ekki mér svo að hann er ekkert með neina komplexa yfir þessu.
- Næturrútur eru ekkert mál fyrir Möggu hard core ferðalang.
- Og kakkalakkar ekki heldur. Ég sá tvo í morgun og drap þá með annari á meðan ég greiddi hárið með hinni.
- Mumbai er crazy en yndisleg.
- Slumið er það stærsta í Asíu... og það var ótrúlegt að koma þarna (þrjú atriði úr slumdog millioner voru tekin þar). Ég verð eiginlega að blogga sér um þá upplifun síðar.
- Ég er ekki enn búin að stunda yoga, sjá bollywood dans né fara í nudd. En þetta er allt á to do listanum fyrir næstu daga.
- Umferðaröngþveiti hefur öðlast nýja merkingu í mínum huga. Við keyrðum 400 km í gær á 12 tímum sökum umferðar... þetta var rugl! En við áttum sem betur fer bachelor í ipodinum hans Einars sem stytti okkur stundir. Vá hvað rusl sjónvarpsefni getur bjargað geðheilsunni!
- Tíminn er búinn. Þar til næst!
Þetta er nú meira ævintýrið hjá ykkur. Skemmtið ykkur hrikalega vel!
Posted by: SesseljaV | 21 febrúar 2011 at 21:19