Síðan síðast erum við Einar klárlega búin að vera hörkuduglegir túristar.
Um leið og ég útskrifaðist þá fórum við í smá sight seeing um Delhi. Skoðuðum gömlu borgina, borðuðum sjúkasta kebab í heimi, stærstu mosku Indlands, Humayun grafhýsið (sem er geggjað) og enduðum svo daginn á vestrænu kólestróli. Reyndar var hamborgarinn á TGI Friday's sögulega vondur og ég mun aldrei fara aftur þangað. Eplakaka á Hard Rock bjargaði deginum.
Frá Delhi fórum við til Amritsar í Punjab héraði. Punjab er allt örðuvísi en Rajastan aðallega vegna þess að þar eru fáir hindúar, flestir þar eru Síkar og eru því með fáránlega svala túrbana í öllum mögulegum litum og sítt og fabjúlös skegg. Bæði Lonely Planet og Rough guide vöruðu við að Amritsar væri glötuð og skítug og ógeðsleg borg og ef ekki væri fyrir Gullna hofið og landamærin við Pakistan myndi enginn túristi leggja þetta á sig. Ég gæti ekki verið meira ósammála. Ég elskaði Amritsar! Kannski hafði það áhrif að ég var ný kominn af spítala og allt var bara yfirhöfuð dásamlegt m.a. þessi kærasti sem ég fæ að ferðast út um allan heiminn með en ég varð allavega aftur ástfangin af bæði landi og þjóð.
Daginn sem við komum fórum við að landamærunum og horfðum á athöfn þar sem landamæraverðir gera sig af fíflum á sama tíma og þúsundir manns hvetja þá áfram eins og ef um fótboltalið væri að ræða. Þessi athöfn fer fram á hverjum degi og þetta var svo fáránlega fyndið. Klárlega eitthvað sem maður sér ekki á hverjum degi (eða ever again ef út í það er farið). Ég dó úr hlátri reglulega.
Um kvöldið fórum við svo í steiktasta hindúa hof sem ég hef komið í (þau eru orðin nokkur). Þetta var sambland af diskóteki, völundarhúsi og svona spegla sal í tívolí. Við gáfum þeim smá pening og fengum þá að labba um völundarhúsið þar sem að maður þarf að skríða, vaða viðbjóðslega skítugt vatn, borða indverskt nammi og ég veit ekki hvað. Í þessum göngum eru svo hindúa guðir og vættir á fimm metra fresti. Nú er ég ekki trúuð sjálf en hindúismi bara hlýtur að vera steiktasta trú sem er til. Ég meina þeir trúa á bláa ullandi fíla, konur með hundrað hendur (sem er augljóslega nýkomnar úr sílíkoni), apaguði, guði sem berjast á drekum og eru með eld í munninum og allt lítur þetta út eins og teiknimyndafígúrur. Mér finnst þetta svona eins og ef Evrópa hefði lesið Grimms ævintýrin og bara ákveðið að þetta væri pottþétt skrifað af einhverjum alvitrum og hefði gerst í alvöru og allar sögupersónurnar væru guðir. Maður gæti svo valið sér hvaða sögupersóna er sinn uppáhalds guð.
En Gullna Hofið. Gullna Hofið var æðislegt! Þetta er s.s. helgasta hof síka. Opið öllum alla daga ársins og þeir eru með eldhús sem gefur öllum sem vilja ókeypis mat. Sextíu til áttatíu þúsund manns borða þarna á dag. Já á dag!Við afþökkuðum pent enda höfðum við ekki tíma til að bjóða okkur fram við að skera lauk eða eitthvað álíka. Gullna hofið er líka án ef hreinasti staður sem við höfum komið á á Indlandi. Það eru sjálfboðaliðar úti um allt að þrífa allan daginn. Við vorum svo hrifin að við fórum þangað 3x, við sólarupprás, sólarlag og um miðjan dag.
Við lentum líka á snilldar rickshaw hjólamanni sem var fáránlega skemmtilegur - fyndið hvað svoleiðis hlutir geta gert upplifun manns af borg yndislega. Við borðuðum líka yndislegan mat og þessir tveir dagar voru bara fulkomnir frá A-Ö.
Þaðan fórum við með næturlest til Agra. Hér er stærsta túrista attraction í Indlandi, Taj Mahal sem og Agra Fort. Taj Mahal er magnað. Við sáum það fyrst við sólarlag en í morgun vorum við mætt á svæðið klukkan sex (hálftíma fyrir opnun) og nutum þess að horfa á sólina koma upp inni á Taj svæðinu. Taj er alveg jafn fallegt eins og á öllum póstkortunum, það er bara enn betra að vera þar. Við náðum meira að segja fínni mynd af okkur á Díönu prinsessu bekknum.
Í gær héldum við svo upp á afmæli okkar (eins og við gerum í hverjum mánuði), fórum í fínni gallan og borðuðum yndislegan mat á fimm stjörnu hóteli hér í borg. Jafn dýrt og fabrikkan. Hressandi.
Á morgun er svo Holi festival. En það er hátíðin þar sem allir barða sig í litum. Við hlökkum mikið til og vonum að Indverjarnir verði ekki feimnir við að dæla á túristana. Seinnipartinn ætlum við svo að kæla okkur á sundlaugarbakkanum og ná okkur hugsanlega í smá far en ef við værum ekki með myndavél til að sanna að við erum í Indlandi myndi engin trúa því að við værum búin að vera fimm vikur á ferðalagi. Sænski vetrarfölvinn er ekki einu sinni farinn.
Nú er ég búin að lofsyngja Indland í hverju einasta bloggi svo ætli ég bloggi ekki næstu um það sem er pirrandi og erfitt við Indland.
Skrifað á netkaffihúsi í Agra þann 19. mars klukkan 18:45.
Greinilega mikið ævintýri hjá ykkur :-) Eruð þið ekki líka dugleg við að taka vídeo-myndir ?
Love pabbi :-)
Posted by: Pabbi | 19 mars 2011 at 14:50
Jiii þetta er yndisleg!! Gaman að upplifa svona framandi...þið kunnið heldur betur að ferðast. Knús á ykkur, Erla Dögg
Posted by: Erla Dögg | 20 mars 2011 at 13:14