Þann 18. hvers mánaðar eigum við Einar deit. Fyrsta stefnumótið okkar var 18. júlí 2008 og við höfum haldið í hefðina síðan. Við skiptumst á að skipuleggja daginn og í dag er komið að mér. Ég pantaði út að borða á stað sem fékk fjórar stjörnur hjá Dagens Nyheder um daginn.
34 mánuðum eftir fyrsta deitið höfum við bara einu sinni klikkað á að gera eitthvað skemmtilegt þann átjánda og taka mynd af okkur saman. Þá var konunglegt brúðkaup í Stokkhólmi svo það er kannski ekki skrítið að við gleymdum okkur...
Comments
You can follow this conversation by subscribing to the comment feed for this post.