Á mánudaginn eru lokaskil hjá mér í risa áfanganum Inngangur að umhverfisfræðum. Æðisleg önn er að klárast og ég bakaði þessvegna uppáhalds kökuna mína... smá soul food sko (jafnvel gæti það hafa verið til þess að sleppa við blessað skrifborðið og tölvuna). Þegar maður er með rabarbarasultu mallandi á hellunni á sama tíma og maður skellir í deig fíla ég mig eins og súper domestic goddess! Ég get svo svarið það. Allavega.. þessi uppskrift er mjög einföld þó maður geri sultuna sjálfur en til þess að gera þetta enn léttara er auðvitað hægt að kaupa tilbúna sultu. Hin yndislega Sigrún (á www.cafesigrun.com) á heiðurinn en ég breytti henni pínu því ég átti ekki heslihnetur. Í staðinn notaði ég blöndu af valhnetum, möndlum og peakan hnetum. Það þægilega við það var að ég slapp við að taka hýðið af heslihnetunum.
Hér er uppskriftin hennar Sigrúnar - en eins og ég segi ég myndi ekki hika við að breyta samsetningunni á hnetunum ef þú átt ekki til rétta tegund inn í skáp. Ég mæli sérstaklega með að gera rabbabarasultuna sjálf, uppskriftina að henni má sjá hér.
Kakan er frábær. Mjúk og stökk á sama tíma... bæði sæt og pínu súr. Miklu betri en "venjuleg" hjónabandssæla, og miklu hollari!
Hér má sjá mynd af minni köku. Ég náði því miður ekki mynd af henni áður en við Einar stukkum á hana (þessi er s.s. líka í miklu uppáhaldi hjá honum) - ég lofa að hann borðaði megnið af henni en ekki ég!
Recent Comments