Það er kvikmyndahátíð í Stokkhólmi. Á föstudagskvöldið fórum við Einar og Anna vinkona að sjá myndina The Two Escobars. Heimildarmynd um kókaínkonunginn Pablo Escobar og fótboltastjörnuna Andéas Escobar. Myndin var frábær. Flott gerð og mjög áhrifamikil. Og þrátt fyrir að hún fjallaði mikið um fótbolta þótti okkur Önnu hún alveg jafn góð og Einar. Ég mæli með því að allir sem hafa áhuga á góðum heimildamyndum, S-Ameríku eða fótbolta sjái þessa mynd sem fyrst!
Á fimmtudaginn áttum við Einar svo okkar mánaðalega deit (en fyrir þá sem ekki vita gerum við alltaf eitthvað skemmtilegt í kringum 18. hvers mánaðar því við fórum á okkar fyrsta stefnumót 18. júlí). Í þetta skipti fórum við út að borða á Råkultur og fengum okkur sushi. Vá þetta var gjörsamlega geggjað og ég ætla sko að fara þangað aftur þegar vinir okkar koma í heimsókn frá Íslandi í næstu viku. Ég ætla reyndar ekki að fara nánar út í matinn og upplifunina hér því nú höfum við Einar stofnað blogg sem að á að halda utan um þá staði sem við heimsækjum í Stokkhólmi, svona Stokkhólmsblogg. Þar munum við dæma veitingastaði og annað sem okkur þykir skemmtilegt. Við erum enn ekki orðin virk þar en þetta kemur allt með kalda vatninu.
Recent Comments