Einu sinni fór ég á námskeið hjá Jack Canfield þar sem að hann fór yfir hvernig ná á árangri í lífi sínu. Þetta námskeið var frábært og fullt af hlutum sátu eftir í hausnum á mér eftir þessa helgi. Eitt af því sem að hafði hvað mest áhrif á mig var hvernig hann talaði um hamingjuna og hvernig á að ná sönnum árangri. Hann sagði m.a. að sönn hamingja og árangur fengist ekki án tilgangs og að alvöru tilgangur væri sá sem að hjálpar ekki aðeins þér í að finna hamingjuna eða ná árangri heldur hjálpaði samfélaginu sem þú býrð í. Ég man að þegar hann sagði þetta þá hugsaði ég með mér "oh my god.. eigum við bara öll að breytast í móðir Teresu?". En síðan þá hef ég oft hugsað með mér "hver er raunverulegi tilgangurinn með þessu? Hjálpar þetta einhverjum öðrum en mér?". Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að ég er á leið í umhverfisfræði. Mig langar til þess að hjálpa samfélaginu að taka ákvarðanir sem að eru góðar fyrir jörðina sem við búum á. Þetta hlýtur að kallast tilgangur er það ekki? Ég-útgáfa af Al Gore?
Ég hef enn ekki náð þessu takmarki en er búin að finna þann tilgang sem ég ætla að lifa eftir í augnablikinu, ég er á réttri leið en á klárlega svolítið langt eftir. Ég gæti líka alveg skipt um skoðun á því hvað ég vil "verða" en ef ég geri það þá mun það alltaf vera eitthvað sem að hefur sannan tilgang því ég skal ná árangri og á sama tíma vera hamingjusöm.
Þessi kona aftur á móti, hún Eve Ensler, er þokkalega búin að finna tilganginn og er að ná árangri í sinni vinnu á hverjum degi. Vá hún er svo flott! Ef við bara spáum í því hversu miklum árangri V-dagurinn hefur náð, mikilli útbreyðslu og hversu mikið The Vagina Monologues hefur breytt viðhorfi fólks. Hér er hún mætt, með frábæran fyrirlestur um stelpuna í okkur öllum. Ég mæli með því að þið horfið og hlustið til enda og fáið í leiðinni smá innblástur. Við þurfum öll að finna okkur tilgang og svona fólk fær mann til að leita pínulítið betur.
Recent Comments