Ég er sjúk í að gera eitthvað fyrir íbúðina þessa dagana. Síðan við fluttum inn erum við búin að gera helling en það á enn eftir að ganga frá t.d. ljósa og gardínumálum og gera íbúðina svolítið persónulegri. Það sem við erum spenntust fyrir akkúrat núna er samt að gera ganginn aðeins skemmtilegri. Núna er nákvæmlega ekkert að gerast þar. Ég sé fyrir mér kommóðu/skent, fullt af myndarömmum, langa og mjóa mottu og flottan spegil.
Ég er að deyja mig langar svo í þessa hérna:
Veit einhver hvar ég ket komist að því hvað þessi kostar + hver hannði þetta?
Við tókum strætó niður í bæ í dag til þess að kanna hvað ein kommóða sem við sáum í Nordiska Galleriet kostaði. Við mundum bæði eftir hvað hún var sjúklega töff (svolítið lík þessari hér að ofan) en okkur minnti að hún hefði verið svo fáránlega dýr að við hugsuðum ekki um það meir.
Anyway... þegar við komum í búðina kom í ljós að hún kostaði rúmlega 70.000 sænskar (einmitt.... 70.000 x 17,8 = 1.246.000 isk !!!!). Akkúrat sú upphæð sem við ætluðum að spandera í kommóðu á ganginn. En svona er ég því miður... yfirleitt er það sem að mér finnst sjúklega fallegt nákvæmlega jafn sjúklega dýrt! Ég ætla að kenna öllum þeim klukkustundum sem ég hef varið í Spaksmannsspjörum um þetta. Ég bara spotta gæði úr kílómetra fjarlægð! Já og svo ætla ég líka að kenna mömmu pínu um þetta, hún á auðvitað bara of falleg húsgögn.
En annars fer að koma að því að ég setji myndir hingað á bloggið úr íbúðinni... bara nokkrir hlutir í viðbót og svo er ég til í að deila með netheimum.
Recent Comments