Þegar maður byrjar í Crossfit fær maður ósjálfrátt meiri áhuga á hollu matarræði. Í Crossfit stöðinni minni, Crossfit Nordic, borða nánast allir Zone eða Paleo. Sem verðandi umhverfisfræðingur ætti ég auðvitað að forðast bæði en gat ekki staðist freistinguna og fór í smá viðtal til eins þjálfarans míns.
Núna er ég s.s. að borða samkvæmt þessu. Ég fasta í 14 tíma á dag (kaffi og vatn í lagi) og svo glútein, sykur og aukaefnislaust restina af deginum. Fyrsta máltíðin er í hádeginu og ég þarf að borða allar mínar 2000 hitaeiningar á dag frá kl. 13 til klukkan ca. 21.
Síðan á mánudaginn er ég búin að léttast um 2,2 kg. Ég er bara ekki alveg að kaupa þetta og er að spá í að kaupa ný batterí í viktina inni á baði, svona til að vera alveg viss um að batteríin séu ekki að deyja og þess vegna fari talan minnkandi. Fyrsti dagurinn var ógeðslega erfiður, ég var að deyja úr hungri allan daginn. En svo var það bara búið... eftir það hefur þetta bara verið ekkert mál og í rauninni bara sjúklega skemmtilegt og einfalt. Það er reyndar bottom line-ið, maður þarf minna skipulag og minni tíma í að gera nesti og það er auðvitað frábær kostur. Hinn frábæri kosturinn er að á þeim tveimur æfingum sem ég er búin að fara á síðan hefur mér fundist ég vera miklu hressari og orkumeiri.
Já ég held þessu áfram til jóla, sjáum hvað gerist.
Recent Comments