Posted at 22:39 in matur | Permalink | Comments (3) | TrackBack (0)
no 1: egg í morgunmat eru helg vé á þessu heimili. Ég borða þau heil en Einar notar mest eggjahvítur. Hann vill ekki hlusta á mig þegar ég segi að heil egg eru í alvörunni yndisleg. Allavega.. þau eru alltaf hrærð og steikt á pönnu. Scrambled á fínni íslensku.
no 2: Yndislegur smoothie! Einn bolli hindber, 1/3 banani, 2 döðlur, 1/4 tsk kardimommu duft og einn tæpur bolli grænt te (má alveg vera heitt ef maður á klaka) sett í blandarann. Þegar þetta er orðið mjúkt og fínt er tveimur matskeiðum chia fræjum (eða hálfri msk hörfræjum) bætt út í ásamt smá klaka. Jömmí!
Posted at 10:15 in Daglegt líf, matur | Permalink | Comments (1) | TrackBack (0)
Á laugardagskvöldið fyrir viku (þegar ég ætlaði að vera að drekka Bailey's og fara í partý) horfðum við Einar á Food Inc í gegnum iTunes.
Vá ég var ekki að höndla þetta. Ég fékk sko í alvörunni tár í augun við að horfa á þessa mynd. Hingað til hef ég alveg verið ágætlega dugleg að kynna mér matariðnaðinn. Ég hef lesið endalaust á netinu og svo nokkrar bækur líka. Fyrst byrjaði ég á því að horfa á Meet Your Meat, heimildamynd PETA um kjötiðnaðinn í USA í leikstjórn Alec Baldvin. Ég borðaði ekkert sem kom af dýri í einhverjar vikur. Síðan taldi ég mér trú um að ástandið væri ekki eins slæmt í DK (bjó þar þá) og fór aftur að borða ost, kjúkling og fisk. Þetta borðaði ég samt allt í hófi.
Þegar ég flutti aftur heim til Íslands þá slakaði ég aðeins á í þessu og fór að trúa því að ástandið kæmist ekki í líkingu við það í USA. Það er auðvitað rétt en samt sem áður var ég ótrúelga oft farin að borða bara meðlætið ef um rautt kjöt var að ræða og pantaði mér oftast fisk eða grænmetisrétti á veitingahúsum. Síðan eru liðin nokkur ár og er ég búin að lesa nokkrar bækur um þetta, mismunandi að gæðum en eiga það þó allar sameiginlegt að láta mig hugsa mig tvisvar um áður en ég keypti næst kjöt eða nokkurn annan mat. Það eru nokkrar bækur sem ég mæli sérstaklega með. Food Matters er frábær bók fyrir "byrjendur". Hún fjallar um hvaða áhrif matarræði okkar hefur á okkur sjálf og jörðina sem við byggjum (en fyrir þá sem ekki vita þá mengar matariðnaðurinn meira en t.d. bílar í Bandaríkjunum). Þessi bók er ekki of ýkt, þ.e.a.s er ekki algjörlega á móti kjötáti eða nokkuð svoleiðis. Hún er reyndar ekkert bókmenntalegt afrek en mjög gott lesefni engu að síður og með fullt af girnilegum uppskriftum. Næsta bók, Omnivore's dilemma, er alveg hreint frábær. Hún er svona millistig. Mikið meira af upplýsingum og það er kafað aðeins dýpra í þetta efni. Mér finnst hún hálfgerð skyldulesning fyrir alla þá sem að vilja axla ábyrgð á því sem þeir neyta og vera svolítið með puttan á púlsinum. Þriðja bókin sem ég mæli með, Not on the label, er allt öðruvísi en hinar tvær. Hún fjallar að stórum hluta um aðstæður verkafólks í matariðnaðinum í Bretlandi sem og hversu mikinn skít (bókstaflega) stóru framleiðundirnir setja í matinn okkar. Oj bara. Þessi bók er þó öllu erfiðari lestrar, pínu flókin og meira fræðileg en algjörlega frábær.
Það er alveg hreint ótrúlegt hvað mörg þessara framleiðslufyrirtækja hafa okkur algjörlega að fíflum! Ef maður dregur þetta saman þá eru flest þessi vandræði í matariðnaðinum til komin vegna þess að neytandinn í dag vill kaupa matinn of ódýrt og fá allar tegundir grænmetis á öllum tímum ársins. Það er svo framleiðendunum sjálfum að kenna að við, neytendurnir, viljum matinn svona ódýran. Framleiðendurnir vöndu okkur á þetta.
En svona til þess að segja hvað mér fannst um myndina þá er hún algjörlega frábær. Hún sýnir margar hliðar á þessu máli, bæði aðstæður verkafólks og bænda, aðbúnað dýrana og auðvitað hversu sjúkt innihald þess matar sem við neytum er orðið. Ég mæli með því að allir taki sér smá tíma í að skoða nánar hvað nákvæmlega er á disknum þínu, hvaðan kom það og hversu mikil áhrif hafði þessi matur á umhverfið og verkafólk. Food inc er ágætis byrjun.
Posted at 21:57 in Books, Current Affairs, dagbók, matur | Permalink | Comments (4) | TrackBack (0)
Þetta er yndislegt salat. Tekur nánast engan tíma, er gott sem létt máltið (ásamt t.d. grænu salati eða ofnbökuðu grænmeti) eða sem meðlæti með öðrum grænmetismat... eða jafnvel fisk/kjöti. Ég prufaði líka að smyrja tortillu með hummus og setja svo salatið inn í. Það var nammi, nammi gott!
Hér má sjá kjúklingabaunasalatið ásamt sesam/hunangs lax, kóríander salsa, mangósalsa og sobu núðlum. Fullkomin máltíð!
Posted at 15:23 in matur, uppskriftir | Permalink | Comments (3) | TrackBack (0)
Hér kemur uppskrift af frábærum svartbaunaborgurum. Þeir eru upprunalega fengnir af þessu bloggi, en Andrea er vegan og á frábært safn af vegan uppskriftum. Mér tókst reyndar ekki að fá uppskriftina hennar til að mynda borgara (enda pínu breytt, átti t.d. ekki chipotle) og þess vegna bætti ég tveimur eggjum út í buffin. Ég veit. Ekki alveg eins mikið vegetarian en engu að síður hollt og fáránlega gott & djúsí.
Svartbaunabuff með chilliflögum og þremur tegundum af lauk.
Ein dós svartar baunir - skola vel í sigti
1/2 bolli frosinn maís
2 bollar brauðmolar (ég ristaði spelt brauð í litlum bitum í ofni)
1 stk stór laukur - smátt skorin
1 hvítlauksrif - pressað
5 cm bútur blaðlaukur - fínt saxaður
1/2 bolli sveppir
1/4 tsk paprikuduft
chilliflögur og tabasco sósa eftir smekk
2 egg
1. Grænmetið er steikt á pönnu (fyrst laukur og svo sveppir) í smá olíu. Þegar það er næstum tilbúið er paprikuduftinu blandað saman við.
2. Á sama tíma er brauðið ristað í ofni á bökunarpappír í nokkrar mínútur.
3. Grænmeti, brauði, eggi og kryddi blandað saman í stóra skál. Passa verður að þrýsta buffin almennilega saman - þau eru mjög laus í sér en virka mjög vel ef maður setur þau inn í brauð eins og hamborgarabuff.
4. Buffin eru bökuð við 200° C í ofni þangað til þau eru aðeins búin að brúnast og orðin vel heit í geng (ca 15 mín). Gott er að setja smá mozarella ost ofan á buffin eftir ca 10 mín og taka þau svo út þegar osturinn er orðinn gullinn og girnilegur.
Sætkartöflufranskar
Sætar kartöflur eru skornar í "franskar". Velt upp úr ólífuolíu og því næst raðað á plötu með bökunarpappír. Saltað létt með maldonsalti og bakaði í ca hálftíma eða þar til kartöflurnar eru mjúkar að innan en svolítið stökkar og grillaðar að utan.
Meðlæti
Það er frábært að bera þetta fram í grófum bollum/hamborgarabrauði. Rauðlaukur, avókado, spínat og tómatar eru must. Smá limesafi, nýmalaður pipar og pínu tómatsósa gera svo gæfumuninn.
Posted at 13:11 in matur, uppskriftir | Permalink | Comments (2) | TrackBack (0)
Við erum komin heim. Það fyrsta sem við gerðum var að leggja okkur og svo var haldið í sögulega ICA maxi ferð það sem að við keyptum endalaust af mat í frystinn og búrskápana. Ég ætla sko að standa við áður gefið loforð um eitt blogg í viku með nýrri vegetarian uppskrift. Fyrsta færslan mun fjalla um kvöldmatinn í kvöld.
Nýja árið hófst í dag (sbr. síðasta blogg) og ég stóð við annað af mínum fimm áramótaheitum og það var að snooza ekki. Þegar yndislega lampavekjaraklukkan mín vakti mig með sólskini og frumskógarhljóðum klukkan sjö í morgun var ég vöknuð. Ég tók mér reyndar tvær mínútur í að telja í mig kjark til að lyfta sænginni en svo kom í ljós að það var ekki eins kalt í íbúðinni og ég bjóst við. Ég vaknaði úthvíld eftir tæpan sex tíma svefn en það var einungis vegna þess að ég á besta rúm í heimi - mans eigið rúm er einfaldlega best. Nú hef ég s.s. sagt skilið við þennan ósið - Margrét snoozar ekki!
****
Eitt af því sem ég kom í verk í frábæru Íslandsheimsókninni var að taka myndir af Svarta Túlípananum (eða við í ST komum því s.s. í verk). Hinn frábæri ljósmyndari Einar Örn Einarsson tók myndirnar og ég er ekkert smá sátt með þær. Hér kemur ein:
Þetta er búið að vera á döfinni í þónokkurn tíma en undanfarin ár höfum við mjög sjaldan allar verið í sama landi á sama tíma. Loksins tókst þetta hjá okkur. Grótta var samt óvenju köld (þ.e. veðrið) þennan dag og því vorum við nokkuð króknaðar þarna í lokin. Sesselja er líka pínu eins og hún sé ekki með neina putta á hægri, svo vel er hún búin að pakka sér inn í griffluna sína :-)
Posted at 15:03 in dagbók, matur, áramótaheit | Permalink | Comments (2) | TrackBack (0)
Síðustu jól var ég alveg ægilega ánægð með tvær bækur sem ég fékk í jólagjöf. Það voru matreiðslubækurnar hennar Yasmin Olsen. Nú eru næstum því komin önnur jól og ég var ekki enn búin að gera neitt úr bókunum! Ég lét því til skara skríða í gærkvöld.
Ég eldaði falafel, gerði hummus og spínat sósu allt úr Indversku bókinni.
Mynd fengin að láni af síðu brekku bókaútgáfu
Þessu vöfðum við svo inn í fullkorn fjallaflatkökur (svona sænskar flatkökur.. voða góðar og sniðugar) með fersku spínati og agúrkustrimlum. Ég var með ágætlega háar væntingar og þessar uppskriftir stóðu sko alveg undir þeim. Ég ofsauð reyndar aðeins kjúkklingabaunirnar svo að það var pínu erfitt að ná falafel-inu í almennilegar kúlur en heilhveiti speltið reddaði því. Mér fannst líka full mikill sítrónusafi í hummusnum. En þetta var svaka bragðgott og ég mun klárlega gera eitthvað úr þessari bók fljótlega!
Annars er ótrúlegt hvað mér líður sjúklega vel þegar ég borða hvorki kjúlla né kjöt í kvöldmat... Þess vegna verður áramótaheitið að prófa eina nýja uppskrift í viku árið 2010 sem að inniheldur ekki neitt kjöt. Er ekki málið að gera þetta smá ögrandi og lofa að blogga afrakstrinum í hverri viku?
Í dag ætla ég svo að baka vegan peakan-súkkulaði köku sem (ef vel tekst til) mun verða eftirrétturinn á aðfangadagskvöld á mínu heimili (ehh.. eða mömmu heimili réttara sagt). Jibbý!
Aumingja Einar hafði ekki hugmynd hvað hann var að koma sér út í þegar hann byrjaði með mér!
Posted at 10:42 in bakstur, dagbók, matur | Permalink | Comments (2) | TrackBack (0)
þar sem að ég á að vera að læra er þetta öööörstutt.
Posted at 15:52 in Daglegt líf, matur, skóli, tónlist | Permalink | Comments (10) | TrackBack (0)
Ég er búin að vera í semí sukki síðan í Indónesíu. Það eru sko kominn einn og hálfur mánuður síðan við komum heim. Síðan þá erum við reyndar búin að vera í bæði BNA og á Íslandi með tilheyrandi sukki...
En málið er samt að það eru komnar 3 vikur síðan við öðluðumst eðlilegt líf aftur hér á Götgötunni en ég bara virðist ekki vera að hrökkva í gírinn. Nammi skápurinn er bara búinn að vera að öskra á mig upp á dag! Kannski ekki beint skrítið þar sem að ég á kærasta sem að hamstrar nammi. Einari finnst ekkert erfitt að kaupa nammi og GEYMA það til betri tíma... segjum föstudagskvöld. Ég aftur á móti kann ekki svona. Kannski ekkert skrítið þar sem að við eigum allt þetta hér!!
N.b. þetta er sko ógeðslega mikið!! Ofan í þessum kassa er ég búin að troða öllu (næstum öllu allavega) namminu svo að það sé pínu meira effort að komast í þetta. (Klósettpappírinn og kampavínsglös í sömu hillu... er það ekki þannig líka hjá ykkur?)
Ég kom líka með þá hugmynd um daginn að setja allt nammið niður í geymslu. Ég er nefninlega pínu hrædd við geymsluna okkar. Kjallarar í 150 ára gömlum húsum eru ekki vænlegir til vinnings fyrir myrkfælna! Og ef ég myndi stelast niður myndi ég hvort sem er brenna því öllu á leiðinni upp aftur.
En allavega. Mér líður svona eins og ég sé aðeins að detta í gírinn aftur, ekki seinna vænna þar sem að það eru amk 3 sumarleyfiskíló á mér í október... inte bra! Í tilefni af því að ég er í gírnum ákvað ég að skella í bæði prótínbari og bananamuffins í kvöld. Svona til að eiga í frystinum sem seinniparts snarl. Mér finnst nefninlega ekki hægt að taka ávexti með sér í skólann sem seinniparts snarl, þeir eru bara volgir og vondir klukkan þrjú. Það er aftur á móti ekki hægt að segja um muffin/prótínbar sem er búin að vera allan morguninn að þiðna í töskunni og er fullkomin/nn með nýlöguðu kaffi yfir bókunum!
Það eru tvær síður sem að mér finnst alltaf frábært að lesa þegar ég þarf smá inspiration hvað varðar hollar uppskrifti. Síðan hennar Sollu og CafeSigrún (ég bakaði einmitt muffinskökurnar af síðunni hennar Sigrúnar, mæli með þeim). Í dag rakst ég svo á aðra síðu sem að Klara vinkona mín benti mér á en það er bloggið hjá henni Elínu Helgu, frábært blogg með einföldum uppskriftum og miklum innblæstri. Þaðan fékk ég uppskriftina af prótínbörunum. Breytti henni reyndar pínu en þetta kom rosa vel út.
Einu sinni fór ég í nammibindindi í marga mánuði, minnir að það hafi alveg verið heilir þrír... núna ætla ég ekki að gera það en er ennþá að íhuga að færa kassann góða niður í geymslu.
Posted at 22:35 in bakstur, Daglegt líf, matur, uppskriftir | Permalink | Comments (4) | TrackBack (0)
Recent Comments