Í kvöld eru úrslitin í undankeppni Eurovison hér í Svíþjóð. Melodifestivalen er ekkert smá batterí. Lokakvöldið er haldið í Globen og það er fullt út úr húsi. Eins og sönnun Svía sæmir þá er ég búin að fylgjast aðeins með þessu og á mín uppáhaldslög. Mér finnast nánast öll lögin léleg en þessir flytjendur eru búnir að sjarmera mig með því að vera krúttlegir og auðmjúkir í viðtölum við fjölmiðla.
Ég held með þessum. Finnst hann sætur og svo er hann eini sem er ekki með þrjár hækkanir og viðlag sem að maður kann áður en maður heyrir það.
Ég held líka smá með þessum. Hann kann t.d. í alvörunni að spila á píanó.
Svo er það þessi hér. Hann er auðvitað svo sjúklega sætur og sjarmerandi að maður getur ekki annað en haldið með honum þó svo að hann sé ekki beint besti söngvari í heimi. En hann bætir það upp með svölum danssporum. Hann er pínu svona JT Svíþjóðar, var í einhverskonar mikka mús klúbb og kynntist kærustinni sinni þar en hún er einmitt líka fræg hérna og er núna komin í úrslit í Dancing With the Stars (sem heitir Lets dance í Svíþjóð).
Hér er í Stokkhólmi er annars búin að vera mikil umræða um þessa keppni sem og Idolið sem fer fram á haustin. "Alvöru" tónlistarmenn komast ekki að. Þessar tvær keppnir stjórna gjörsamlega öllu, það er bara hægt að kaupa plötur frá keppendum í þessum keppnum og þetta er það eina sem er í útvarpinu. Idol stjórnar öllu frá september og næstum fram að jólum og svo er það Melodifestivalen frá febrúar og fram í maí. Þeir mánuðir sem eru eftir fyrir annað tónlistarfólk að gefa út sína tónlist er s.s. í desember (þegar samkeppnin er auðvitað hvað mest), janúar, á sumrin og kannski smá í september. Einhver útgáfumaður sagði mér einu sinni að sumarið vær slappur tími til að gefa út nýja plötu svo að tíminn sem að "alvöru" tónlistar fólkið hefur er nánast enginn. Þetta gerir það að verkum að tónlistarfólk sem að maður sæi venjulega ekki fyrir sér keppa í þessari keppni er að taka þátt. T.d. Andreas Johnson og Anna Bergendahl. En Anna er einmitt talin mjög sigurstrangleg af mörgum. Mér persónulega finnst pínu sorglegt að tvær keppnir stjórni hvað þorri fólks í Svíþjóð hlustar og horfir á meira en helminginn af árinu. Ég er svo hipp og kúl sjálf að ég hlusta ekki á útvarp heldur versla á iTunes og hlusta auðvitað ekkert á þetta mainstream rusl (djók.. samt ekki). En aumingja allir hinir...
Updeit: Hin 18 ára Anna vann þetta. Píanogaurinn varð í öðru og JT í þriðja. Andreas varð í fimmta sæti.
Recent Comments