Í dag leigðum við Einar bílaleigubíl og heldum af stað í leiðangur. Stefnan var tekin á Västerås þar sem við hittum hann litla Torres í fyrsta skipti. Mér fannst hann sætur áður en ég hitti hann en guð minn góður ef þetta var ekki það krúttulegasta sem ég hef séð. Hann er algjör draumur! Í þessum leiðangri okkar komst ég líka að því hvernig það er að keyra í Svíþjóð en ég settist í fyrsta skipti undir stýri á sænskum vegi (Einar fann ekki ökuskírteinið sitt svo ég þurfti að keyra). Mér fannst ég standa mig þrusu vel í frostinu sem varð til þess að rúðupissið fraus í loftinu sem og SVARTA þokunni sem annars lagið læddist yfir hraðbrauðina. Ég játa það nú samt alveg að þarna í eitt skiptið svitnaði ég á kálfunum af stressi!
Magga driver að standa sig
Ég og sæti Torres
EÖE og litla krúttið
Sætir bræður í slag
En ferðalagið var vel þess virði. Torres er æði! Öll systkyni hans eru líka súperkrútt og mamma hans og frænku kisan. Reyndar var húsið sem fólkið og kisurnar bjuggu í líka ótrúlega krúttlegt og níu mánaða dóttir þeirra :-) Já sannkölluð krúttsprengja þessi familía.
En svona fyrir utan þetta fórum við líka í ríkið þar sem innkaupin fyrir innflutningspartý helgarinnar voru afgreidd. Já svei mér þá við Einar erum að fara að halda innflutningspartý ekki nema 11 mánuðum eftir innflutning. Gott að klára svona partý hald af áður en litla kisu barnið mætir á svæðið.
Hluti af afrakstrinum
Recent Comments