Ég kemst bara ekki yfir það að hvert einasta lag sem þessi kona gefur út er snilld. Hún er hin nýja Madonna.
Ég kemst bara ekki yfir það að hvert einasta lag sem þessi kona gefur út er snilld. Hún er hin nýja Madonna.
Posted at 01:31 in Music, tónlist | Permalink | Comments (2) | TrackBack (0)
Er sökker fyrir konunglegum brúðkaupum...
Posted at 11:48 | Permalink | Comments (1) | TrackBack (0)
Veist þú um einhvern miðsvæðis í Reykjavík sem langar að gera íbúðaskipti við okkur hér á Götgötunni? Tímabilið sem um ræðir er 12. júlí til 2. ágúst. Sætasti köttur í heimi fylgir íbúðinni þessar þrjár vikur. Íbúðin er þriggja herbergja og á besta stað í bænum (án gríns). Áhugasamir vinsamlegast sendið póst á [email protected] sem fyrst.
Posted at 18:01 in brúðkaup, Stokkhólmur | Permalink | Comments (0) | TrackBack (0)
Posted at 14:32 in brúðkaup | Permalink | Comments (0) | TrackBack (0)
Páskar í Århus eru alveg Top Nice! Ég á auðvitað snilldar vinkonur og svo eru kærastarnir tveir sem komu með í ferðina líka algjörir snillingar!! Góður matur, sól, blíða, sólarvörn, léttvín, borðtennis, Bergur, ískaffi, páskaegg, Jenný, trúnó og lítið túlípanabarn. Þetta stefnir allt í epíska páskahelgi í Danmörku.
Posted at 18:02 | Permalink | Comments (1) | TrackBack (0)
Við sitjum á flugvellinum í Zürich og bíðum eftir síðasta fluginu okkar heim til Stokkhólms sem fer eftir nokkra klukkutíma. Við erum núna búin að vera 25 og hálfan tíma á ferðinni, búin með fjögur flug og slatta af vondum mat.
Síðan við fórum frá Kolkata í lok síðustu viku erum við búin að vera á sannkallaðri paradísareyju - Havelock eyju, einni af Andaman eyjunum. Þetta eru ótrúlega afskektar eyjur (1000 km frá meginlandi Indlands) og ótrúlega lítill túrismi, sérstaklega í ljósi þess að þarna eru gordjöss strendur og frábært að kafa.
Við ákváðum eftir nokkrar vikur á Indlandi að fara til Andaman og breyttum upprunalega ferðaplaninu frá því að enda ferðina á Goa yfir í Andaman eyjar. Aðal ástæðan var sú að á Andaman er hægt að kafa við frábær skilyrði og svo heillaði líka að vera svona afskekkt en ekki í hringiðu túrismans á Indlandi.
Við mættum í steikjandi hitann og 80% rakann seinnipartinn og pöntuðum strax í tvær kafanir daginn eftir. Ég var smá stressuð (eins og alltaf fyrir fyrstu köfun) og var eiginlega bara hætt við þarna um morguninn. Fannst Kindle, strönd og chill bara hljóma sem gott plan fyrir næstu sex daga. En um leið og við vorum komin út á bát og í gallan þá mundi ég hvað þetta var gaman. Þessar fyrstu tvær kafanir voru mjög góðar þó svo að skyggnið hafi reyndar verið frekar slappt vegna þess að það hafði rignt svo mikið um nóttina.
Þennan daginn tókst okkur því miður að brenna svakalega. Sérstaklega Einar (sem endaði á að fá blöðrur á axlirnar og er núna að flagna.. namm!) og því var næstu tveimur sólarhringum varið á svölunum á bungalowinu okkar, í göngutúr um svæðið og annað rólegheitarchill (n.b. á eyjunum fæst ekki áfengi (áfengislögin í einhverri endurskoðun), við sáum ekkert sjónvarp og eina netkaffið var með svo hægt net að ég hef bara aldrei vitað annað eins).
Næsta köfun var svo næturköfun og það er eitt það magnaðasta sem ég hef upplifað og án efa eftirminnilegasta köfunin mín hingað til. Dýrin eru allt öðruvísi á næturnar, helmingurinn er sofandi en á sama tíma eru aðrir fiskar vakandi sem að maður tekur ekki eftir á daginn. Svo er nokkuð magnað að þurfa að lýsa á allt með luktinni sinni til að sjá. Það gerir líka það að verkum að maður er miklu einbeittari í að horfa á einn stað í einu, á daginn getur þetta orðið pínu yfirþyrmandi og maður tekur ekki eftir nema broti af því sem er í gangi fyrir framan mann.
Þegar kominn var tími til að snúa til baka syntum við öll að línunni úr bátnum og slökktum ljósin okkar. Það er bara ekki nokkur leið að lýsa því hversu mikið myrkur er á fimm metra dýpi um kvöld þegar öll ljós eru slökkt. Ef myrkur væri með skala frá einum og upp í tíu þá var þetta klárlega tíu. En þá gerðist svolítið merkilegt. Plöntusvifið sem er þarna úti um allt bregst við snertingu með því að lýsa í myrkri. Svo að í hvert skipti sem við hreyfðum hendur eða fætur þá lýsti umhverfið upp... þetta var svo magnað að mig langaði bara aldrei upp úr!
Næstu fjórar kafanir voru allar partur af advanced open water kúrsinum sem við tókum. Þessi kúrs gerir það að verkum að við megum fara dýpra (niður á 30 metra dýpi í staðinn fyrir 18 eins og áður) en á milli 20 og 30 metra undir sjávarmáli er oft mest að sjá. Mest líf og meiri líkur á að rekast t.d. á hákarla eða aðra mjög stóra fiska. Við sáum því miður enga hákarla en það skipti engu máli því í þessum köfunum sáum við svo ótrúlega margt annað fallegt og skemmtilegt. Það er alveg ótrúlegt hvað fiskarnir eru óhræddir við mann og hvað þetta er allt saman fallegt og litríkt. Kórallarnir þarna við Andaman eyjur eru risa stórir og í öllum mögulegum litum þó svo að fjólublár virðist vera uppáhalds litur flestra þarna niðri.
Ég er algjörlega komin með bakteríuna, það er alveg ljóst. Ég væri þess vegna til í bara köfunardót í afmælisgjöf í næsta mánuði... þetta er alveg frábært sport. Við sáum fullt af krökkum á námskeiðum með foreldrum sínum og við kynntumst líka pari sem var í silfurbrúðkaupsferðinni sinni og ákvað að fara í fyrstu köfunarferðina sína af því tilefni. Þetta er svo sannarlega fyrir alla og ef ég get þetta sem var skíthrædd við sjóinn og allt sem í honum bjó þá geta þetta allir. Eini gallinn er sjóriðan sem ég þjáðist af þegar í land var komið. En hún veltur auðvitað á hvernig bát maður er á úti á sjó.
Eftir sjö kafanir og nýja "gráðu" í köfun var komið að síðasta deginum okkar og þá var planið að reyna að kafa með celeb fílnum Rajan. Rajan er 60 ára gamall fíll sem er búinn að búa á Andaman síðan hann var ungi. Fyrst vann hann sem vinnufíll en núna er hann bara almennt celeb sem að klikkaðir túristar borga fyrir að fá að synda með. Þennan dag sem við áttum að fara með honum í sjóinn var mikið brim og aumingja Rajan var ekki alveg að meika öldurnar. Við fengum samt að fara aðeins með honum út í en hann vildi alltaf fara upp úr um leið og hann fór út í hæstu öldurnar og því varð þessi upplifun ekki alveg eins og við vonuðumst eftir í upphafi en við fengum nú samt að fara út í sjó með fíl, klappa honum og gefa honum banana í verðlaun fyrir að vera svona mikil dúlla.
-------
En nú er þessari ferð okkar í Indlandi lokið. Átta frábærar vikur eru að baki - vá það er búið að vera svo gaman. En ég er búin að læra það af minni stuttu reynslu að það tekur nokkrar vikur, jafnvel mánuði að læra almennilega að meta svona ferðalög. Það tekur bara heilann ákveðinn tíma að "melta" þetta allt og smátt og smátt myndar maður einhvernveginn heilstæða mynd af þessu öllu saman. Ég mun því örugglega blogga meira um ferðina þegar heim er komið og ég á örugglega líka eftir að blogga smá um umhverfismálin þarna og eitthvað fleira. Snilldin við svona löng ferðalög til framandi landa er án efa að maður er ennþá að upplifa í margar vikur eftir að maður kemur heim.
Skrifað á Burger King á flugvelli í Zürick klukkan 9:00 þann 15. apríl 2011.
Posted at 09:31 in Ferðalög | Permalink | Comments (0) | TrackBack (0)
Síðan ég bloggaði síðast er ég búin að vera bæði í Dubai og Amsterdam. Ástæðan fyrir þessum sveig var helgarferð til Amsterdam ásamt góðum hóp kvenna sem var skipulagður fyrir mörgun mánuðum. Á leið þangað kom ég við í Dubai.
Í Dubai komst ég að nokkrum hlutum:
* Emirates er SNILLDAR flugfélag. Ég gat ekkert sofið á leiðinni til Amsterdam (gisti á hóteli eina nótt í Dubai svo ég náði að vinna upp smá svefn þar) sökum spennings yfir frábærum bíómyndum og eðal mat. Ég er ekki að grínast - ég var eins og krakki í sínu fyrsta flugi.
* Dubai er örugglega hreinasta borg í heimi. Það er auðvitað einhver loftmengun en maður getur án efa borðað af gólfinu á flugvellinum. Skemmtileg tilbreyting frá Indlandi.
* Það kom mér á óvart hvað það er mikið af útivinnandi konum. Ég fékk t.d. konu leibubílstjóra frá flugvellinum og það voru konur að afgreiða í öllum búðum.
* Mall of Dubai er svo stórt að það er ekki séns að útskýra það fyrir fólki sem ekki hefur verið þar. Fyrst fylltist ég gleði yfir vesturlönskum munaði (góður hamborgari með nautakjöti, gott kaffi, alvöru apótek sem selur t.d. rakvélablöð og bómull) en eftir fjóra tíma og nokkra poka ver ég komin heilan hring í menningarsjokkinu og var farin að sakna Indlands og komin með samviskubit yfir tveimur nýjum camper skóm... afhverju gaf ég ekki peninginn í hjálparstarf í staðinn??
*Aðeins til að útskýra stærðin á mollinu ætla ég að nefna dæmi. Ég var þarna inni í fjóra tíma - borðaði, fór í dýragarð, verslaði.. svona dót sem að maður gerir í molli í Dubai. Allan tímann var ég að reyna að finna Starbucks sem er með 3 staði inni í mollinu. Ég fann það ekki fyrr en ég var búin að gefast upp og var á leiðinni út. Þrír risastórir Starbucks staðir hurfu í þessu risavaxna dæmi.
* Í mollinu fór ég að sjálfsögðu í dýragarðinn, skoðaði stærsta fiskabúr í heimi (sem er svo stórt að ég taldi a.m.k. 20 hákarla), stærsta innanhússfoss í heimi, stærsta gosbrunn í heimi... you name it! Allt er stærst og merkilegast í Dubai (allavega samkvæmt Guinness).
* Burj Dubai er hæðsti turn í heimi. Ég var ekki að höndla að horfa upp turninn svo ég hætti strax við að fara upp eins og upprunalega planið var. Ég horfði bara á gosbrunninn fyrir framan (sem fer einhverja tugi metra upp í loftið) og það var alveg nóg fyrir mig.
* Mér leið pínu eins og heimilislausri konu í allri dýrðinni. Eða sko... ég átti ekki Lamborghini og var ekki með Louis Vuitton tösku svo ég var auðvitað eins og meðal stéttleysingi í Mumbai á Dubai standard.
Eftir 15 klukkutíma í þessu skrítna landi lagði ég af stað til Amsterdam. Helgin þar var alveg frábær. Það var yndislegt að drekka vatn úr krananum, falla inn í hópinn og borða salat í öll mál. Ég hafði líka engar áhyggjur af því að maturinn minn væri ekki fulleldaður og kveið því ekki að fara á almenningsklósett. Þetta var mín fyrsta heimsókn til Amsterdam og mér fannst borgin æðisleg. Sjarmerandi, falleg og kósý. Gæti alveg hugsað mér að búa þarna einhverntíma. Á þessum fjórum dögum fór ég á Anna Frank safnið, í bátsferð um síkin, sá Mary Poppins á Hollensku, skoðaði Kaukenhof - yndislegan túlípanagarð og borðaði frábæran mat.
Á sunnudagskvöldinu tók svo "heimferð" til Kolkata við. Aftur gat ég ekki stillt mig um bíómyndaáhorf á leiðinni til Dubai en i seinna fluginu tókst mér sem betur fer að sofa smá (ég horfði s.s. á eftirfarandi bíómyndir í boði Emirates: The Next Three Days, Never Let Me Go, The Fighter, All Good Things, Fireflies in the Garden. Ég held ég sé jafnvel að gleyma einni mynd! En ég mæli með þeim öllum - eðal myndir allt saman.
Ég lenti svo á mánudagsmorgni í Kolkata. Ég get ekki sagt að það hafi glatt mig mikið. Að "skreppa til Evrópu" er ekki góð hugmynd undir lok Indlandsferðar. Mér fannst allt skítugt og ógeðslegt þegar ég kom. Bílstjórarnir á flugvellinum reyndu að svindla á mér, vegabréfaeftirlitsgaurinn kom með túrista indverja spurningar (í 1000sta skiptið) og það var ógeðslega heitt. Fyrir utan þetta var ég án Einars og það var ekki að bæta stemmninguna. Ég ákvað að viðurkenna fyrir sjálfri mér að ég væri pínu þreytt á Indlandi en að á sama tíma væri svefnrugl, jetlag og tímamismunur örugglega að bæta gráu ofan á svart. Ég ákvað því að leggja mig bara og bíða eftir að Einar kæmi "heim" frá Bangladesh. Um leið og hann bankaði á hurðina breyttist allt og ég varð örugglega svona 30% betri, eftir nokkra tíma með Einari og 8 tíma nætursvefn var ég svo allt önnur í gærmorgun. Til í að túristast um Kolkata og njóta þessara tveggja síðustu daga í borg hér í Indlandi.
Í gær og í dag erum við svo búin að skoða Victoria Memorial, Howrah brúnna, blómamarkaðinn, kaupa strandkjól á mig og sundbuxur á Einar, rölta um helstu göturnar, skoða India Museum og borða vestrænan skyndibita í síðasta skipti og versla bækur um græn málefni í nýju uppáhalds bókabúðinni minni. Þessi borg er skítug, rök, heit, mismunum ríkra og fátækra er mjög mikil og hér er umferðin á öðru kaliberi en annars staðar á Indlandi. Við fengum líka rottu undir hurðina og inn á herbergið okkar í morgun. Hún var samt óttalega lítil (enda þarf hún að vera það til að komast undir hurðina) en ég öskraði samt úr mér lungun. Greyið rottan hoppaði 3x hæð sína af hræðslu við öskrið í mér. Eftir að Einar hetja sýndi karlmennskutaktana hljóp hún út sömu leið og hún kom. En þrátt fyrir þetta er þessi borg falleg og sjarmerandi. Það er allt í gróðri og mannlífið er meira en í flestum öðrum borgun sem við höfum komið til hér á Indlandi. Borgarstæðið sjálft er án efa það fallegasta af stóru borgum Indlands - því fylgir reyndar þessi raki sem gerir húsnæðiseigendum erfitt að halda fallegum byggingum heilum. En ég er hrifin af þessari borg og ef ekki væri fyrir gráðurnar 36 og 55% rakann væri hún top 3 á Indlandi hjá mér.
Á morgun eru það Andamaneyjar þar sem planið er að sóla sig, kafa með fíl, borða fisk og njóta síðustu vikunnar á indverskri grundu. Ótrúlegt að það sé bara rétt rúm vika eftir af þessari dásamlegu ferð.
Posted at 18:54 in Ferðalög | Permalink | Comments (2) | TrackBack (0)
Síðustu daga höfum við verið í Darjeeling - frekar litlum fjallabæ í Himalayafjöllum. Við komum hingað í þeirri vona að sjá frábært útsýni og upplifa smá öðruvísi Indland. Útsýnið var örugglega frábært, við sáum það bara ekki fyrir skýjum og þoku en þetta var svo sannarlega öðruvísi Indland. Það eina sem gerði okkur ókleift að gleyma því að við vorum í Indlandi var stanslaust bílflaut og geltandi hundar á nóttinni.
Í Darjeeling eru flestir af nepölskum ættum og búddhatrúar. Það eru búddhamusteri út um allt og ég sá ekki einn múslima (heyrðum samt bænaköll á mjög ókristilegum tímum!!). Fólkið talar ekki tungumál sem líkist Hindí heldur miklu frekar kínversku. Fyrir utan fólkið var líka umhverfið allt öðruvísi en allt annað sem við höfum séð í Indlandi, fjöll, tré og kuldi. Auk þess virtist sem að öllum væri mjög annt um að allt liti vel út í kringum húsið sitt - ég held ég hafi aldrei séð annað eins magn af pottaplöntum!
Við vorum aldrei beðin um að kaupa neitt eða skoða þessa eða hina búðina og okkur var bara boðinn taxi á stöðum merktum taxi stall. Ótrúlega góð tilbreyting. Svo voru allir hundarnir loðnir og mega kjút. Allt þetta gerði það að verkum að ég var alveg að elska þessa næstum þrjá daga í Darjeeling. Yndislegt te og endalaust af sætum börnum í Harry Potter skólabúning (vantaði bara kústinn) var heldur ekki að skemma upplifunina. Ég sleppti því þó ekki að versla - næsta árið verður drukkið eðal Darjeeling te á mínu heimili. Viltu grænt eða svart?
Við heimsóttum dýragarðinn sem er bæði með Himalaya dýr og plöntur. Við sáum rauða pöndu, hlébarða, fína fugla, sofandi björn, tígresdýra kisur, úlfa og ég veit ekki hvað. Best af öllu var samt snjóhlébarðinn sem við sáum. Ótrúlega fallegt dýr með þennan líka fína (og því miður allt of vinsæla) feld og ljósblá augu. Þessi dýragarður er sá eini í heiminum sem hefur tekist að rækta snjóhlébarða - bravó fyrir þeim.
Við skoðuðum líka Himalaya Mountain Institute (HMI) þar sem er lítið safn um Everest og fólkið sem hefur komist þangað. Sérstakur fókus er á fyrstu ferðinni en annar garpurinn, Tenzing Norgay, var einmitt frá Darjeeling. Ég hef alltaf haldið því fram að fólk sem virkilega langar að klýfa svona há fjöll bara getur ekki verið með öllum mjalla. Á safninu komst ég að því að ég hef alltaf haft rétt fyrir mér. Gallarnir sem fólkið var í fyrir nokkrum áratugum myndu ekki halda mér á lífi yfir nótt á Íslandi um vetur hvað þá þarna on top of the world!
Við fórum svo líka í göngu. Hún átti að vera létt og fín með viðkomu hinumegin við Nepölsku landamærin. Útsýnið átti að vera geggjað og líkurnar á að sjá fullt af dýrum úr dýragarðinum í sínu náttúrulega umhverfi nokkuð góðar. En við vorum ekki beint heppin með veður. Eftir svona hálftíma göngu í blindaþoku byrjaði að rigna eins og hellt væri úr fötu. Ég hef aldrei verið úti í svona mikilli rigningu nema þegar ég var að bíða eftir að komast inn í Herjólf í fyrra. Eftir einn og hálfan tíma í viðbót, gegnblauta skó og buxur sem hægt var að vinda ákváðum við að snúa við. Áður en við gerðum það fengum við okkur samt te hjá nepölskum hjónum sem selja te og annað fínt heima hjá sér, í bambuskofanum sínum með moldargólfi. Okkur var boðið sæti á litlum kollum við eldinn inni í stofu hjá þeim. Konan færði okkur svo ódýrasta tebolla ferðarinnar en hann var ó svo ljúffengur í kuldanum. Við hlýjuðum okkur aðeins við eldinn og hálf hlupum til baka. Þegar við vorum komin upp á hótel vorum við svo marga tíma að koma hita í kroppinn þrátt fyrir sjóðheita sturtu, kakódrykkju og teppi. Ég fann fyrir tánum á mér ca 5 tímum eftir að við komum heim (n.b. ég var í ca 2900 metra hæð og fór svo beint heim í hlýjuna. Fólk sem er í margar vikur í 8000 metra hæð er ekki í lagi.).
Í morgun reyndum við svo einu sinni enn við útsýnið og fórum upp að Tiger Hill sem er svona útsýnistindur í Darjeeling og vonuðumst til að sjá eitthvað annað en bara þoku þegar sólin kæmi upp. En þokan lét sér ekki segjast og við sáum ekkert nema króknandi túrista. Við fengum samt ágætis útsýni (ekki upp í næstu fjöll en allavega yfir bæinn og niður í dalina) þegar við vorum að keyra örmjóu og hlykkjóttu vegina á leið á flugvöllinn.
En þrátt fyrir að við höfum ekki náð að sjá hið magnaða útsýni Darjeeling þá var þetta einn af hápunktum ferðarinnar. Ég er 100% á að ég muni koma þarna aftur einn daginn. Ég held að hótelið okkar eigi stóran part í því - það var svo mega krúttlegt. Hótelið er rekið af tíbetskum hjónum og var mælt með því bæði í Lonely Planet og Rough Guide. Þetta var svona bjálka kofi á þremur hæðum efst í halla (stiginn upp var svaðalegur) og var herbergið okkar efst uppi og með svaka fínu þoku útsýni. Fólkið sem vinnur á hótelinu var mega krúttlegt og það var meira að segja heimilishundur sem vildi láta klappa sér. Á kvöldin fékk maður svo sjóðheitan hitapoka til að hlýja sér og á morgnana er boðið upp á te upp í rúm ef maður vill, svona til að safna kjarki til að koma sér undan sænginni. Já til Darjeeling kem ég örugglega aftur!
Næst á dagsrá er það Calcutta í tæpan sólarhring áður en leiðir skiljast hjá okkur Einari tímabundið. Indverska ferðasagan heldur áfram í næstu viku hjá mér.
Skrifað í háloftunum, á leið frá Darjeeling til Calcutta þann 29. mars klukkan 13:00.
Posted at 07:13 in Ferðalög | Permalink | Comments (2) | TrackBack (0)
Nú er hægt að commenta á blogg með facebook prófílnum. Mikið er þetta typepad sniðugt!
Posted at 13:35 | Permalink | Comments (0) | TrackBack (0)
Recent Comments