Ég les alltaf daglega eplið hans Mark, frábært blogg um primal living, og hann talar reglulega um hvernig maður á að leika sér, líka þegar maður er fullorðinn. Og nú er ég orðin 26 ára og sjúklega fullorðin svo ég þarf augljóslega að byrja að leika mér. Mark fer í Ultimate reglulega og mér fannst það hljóma mjög skemmtilega... frisbí er auðvitað svo yndislega sumarlegt og svo innilega fyrir alla. Unnustinn minn - sem þarf að hlusta á allar mínar pælingar varðandi heilsu og matarræði - hlustar greinilega mjög vel og gaf mér The Ultimate 175-gram Sportdisc í afmælisgjöf í gær svo að á sunnudaginn verður farið í alvöru Ultimate! Þangað til ætla ég að lesa allar reglurnar og trick-in hér.
Recent Comments