Síðast árið er ég búin að vera að reyna að taka mig á hvað varðar snobb fyrir snyrtivörumerkjum. Einu sinni (og stundum ennþá) var ég hrikaleg! Gat ekki keypt neitt nema það væri helst það dýrasta í búðinni og fanns allt sem hét t.d. Nivea argasta drasl.
Síðan ég fór að hafa meiri áhuga á umhverfinu hef ég spáð meira í raunverulegu innihaldi snyrtivara en ekki látið markaðssetninguna glepja mig. Ég hef komist að því það eru ekki öll "náttúruleg" merki sem ég fíla. En til að vera sjálfri mér samkvæm hef ég samt ekki keypt neitt nema að hafa klárað eitthvað annað á undan, líka það sem ég var ekki alveg að fíla.
Áður en ég fór til Indónesíu féll ég all svakalega. Ég datt í Kanebo, svona líka rosalega. Ég hef oft notað þessar vörur og finnst þær góðar en blöskraði samt verðið þegar ég keypti mér krem og andlitsvatn þarna í júlí, auk þess sem ég keypti mér líka ferðasize hreinsilínu (sem ég get ekki sagt að sé beint góð fyrir hvorki náttúruna né budduna... en mjög góð fyrir bakpokaferðalanga).
Það er svolítið síðan ég kláraði ferðahreinsilínuna og er búin að vera að nota hálfpartinn ekki neitt nema þvottapoka og augnhreinsi í tvær vikur. Á leðinni heim frá Íslandi í síðustu viku ætlaði ég bara að vera grand og kaupa mér hreinsilínuna frá Kanebo full size í (algjörlega sprungin á limminu!) en fékk þvílíka áfallið þegar ég sá verðið. Þetta eru s.s. tvö item, annað var á 3700 og hitt 4þúsund ogeitthvað!! Er ekki allt í lag? Já ég sagði s.s. nei takk og fór í The Body Shop í gær. Já í alvöru! Margrét Rós fór í The Body Shop og keypti hreinsimjólk, andlitsvatn og hreinsisápu. Þetta gerðu 170 kr sænskar samanlagt (2890 isk). Í augnablikinu á The Body Shop í Svíþjóð nefninlega 30 ára afmæli svo það er 30% afsláttur af vörum sem voru einu sinni best sellerar en hafa ekki verið fáanlegar í þónokkur ár núna.
Ég er þvílíkt ánægð með þetta, húðin mín er hrein og fín og ég lét ekki snobbið setja mig á hausinn! Ekki nóg með það heldur eru allar umbúði Body Shop úr 100% endurunnu plasti, í vörunum sem ég keypti er lífrænt, fair trade aloa vera og það er ekki spanderað svo minnsta sem einni trjágrein í auka pappa pakningar utan um brúsann sjálfan - enda er hér um að ræða fyrirtæki með marktæka samfélags- og umhverfisstefnu.
Ég held að þetta hafi verið stórt skref í átt að bata...
Mynd via bodyshop.se
Recent Comments