- Eurovison fór ekki eins og ég bjóst við. Ég var alveg klár á því að Hera myndi lenda í topp þremur. Að ljóshærði konu-maðurinn hafi endað fyrir ofan okkur (sem og ca. 13 önnur hræðileg lög) er bara ekki í lagi.
- Hera fékk ekkert stig frá Svíþjóð. Ég heimta endurgreiðslu fyrir atkvæðin mín 10!
- Kosningarnar á Íslandi fóru hinsvegar (því miður) eins og ég bjóst við. Ég er ansi hrædd um að Reykvíkingar munu komast að því að Besti Flokkurinn er Borgarahreyfingin á sterum. Ég er ekki á móti nýjum framboðum, alls ekki, mér finnst bara lágmark að þeir hafi (alvöru) stefnuskrá.
- Er fjölmiðlafólk á Íslandi upp til hópa fávitar? Í alvöru... megnið af þessu fólki þarf að taka sig saman í andlitinu og spyrja alvöru spurninga og leyfa fólkinu sem það er að taka viðtöl við að svara! Og líka muna að Jón Gnarr er ekki lengur grínisti sem elskar Jesú heldur pólitíkus sem má tækla.
- Ég vona samt heitt og innilega að BF standi sig vel og þá mega allir sem kusu hann segja I told you so við mig.
- Í Svíþjóð er sól og blíða. Ég læri út á svölum þar til að ég er að kafna og fer þá inn og kæli mig smá. Svo fer ég aftur út á svalir.
- Einar bakaði köku áðan. Glútein- og hveitilausa brownie sem ég hef áður bakað. Ég veit ekki hvort þetta fæst á Íslandi en ef ekki þá hvet ég Yggdrasil, Heilsuhúsið og heilsuhillurnar í stórmörkuðunum til að panta þetta. Algjör snilld og líka hægt að gera þær vegan.
- Ég hlakka svo til að vera búin í prófum að það er ekki venjulegt. Tvær vikur og þá er ég frjáls. Búin með þetta ár og get loksins byrjað í því sem að mig langar til að læra. Men ég ætla að dúxa á næsta ári! Í sumar ætlum við Einar að ferðast um Svíþjóð með Torres og sjá sænskar sveitir og annað skemmtilegt. Við ætlum líka að kíkja til Íslands í byrjun ágúst og fara í göngu með móðurfjölskyldunni.
- Pabbi og Vilma komu í heimsókn í síðustu viku. Það var alveg ægilega huggulegt hjá okkur. Ég þyngdist um eitt og hálft kíló.
- Þetta myndband eiga allir að horfa á. Ég veit að fólk á Íslandi og Svíþjóð drekkur úr krananum en við kaupum samt sem áður allt of mikið af t.d. sódavatni. Kranavatn er best fyrir kroppinn og umhverfið. Ok vatn úr lækjarsprænu uppi á hálendinu er kannski betra... svo endilega drekkið það með lófanum ef þið eigið leið framhjá svoleiðis.
- Crossfit er ennþá að gera góða hluti. Þetta er alveg fáránlega skemmtilegt og ég er fullviss um að þetta í bland við yoga er alveg fullkominn kokteill fyrir minn kropp.
- Einar bauð mér til Íslands og hélt upp á 25 ára afmælið mitt á Kaffibarnum nú í maí. Þetta var án efa besta afmæli sem hefur verið haldið mér til heiðurs. Ég skemmti mér konunglega! Takk elsku allt fólkið mitt á Íslandi, þið eru lang best!
Recent Comments